Óheillaþróunin heldur áfram

Óheillaþróunin heldur áfram Brottflutningi af landinu linnir ekki, því ennþá flytjast mun fleiri frá landinu en til þess. Hagstofan hefur nú birt tölur

Fréttir

Óheillaþróunin heldur áfram

Axel Jóhann Axelsson
Axel Jóhann Axelsson
Brottflutningi af landinu linnir ekki, því ennþá flytjast mun fleiri frá landinu en til þess. Hagstofan hefur nú birt tölur fyrir annan ársfjórðung þessa árs og sýna þær áframhaldandi óheillaþróun í þessum efnum.

Í tölum Hagstofunnar kemur m.a. þetta fram, samkvæmt frétt mbl.is: "Á sama tíma fluttust 530 einstaklingar frá landinu umfram aðflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 360 umfram aðflutta, en brottfluttir erlendir ríkisborgarar voru 180 fleiri en þeir sem fluttust til landsins. Fleiri karlar en konur fluttust frá landinu."

Atvinnuleysistölur hér á landi segja ekki nema hálfa söguna, því stór hluti atvinnuleysisins hefur verið fluttur úr landi og þá aðallega til Noregs.  Mörg þúsund vinnufærra manna hafa flust búferlum frá hruni í leit að möguleikum til að framfleyta sér og sínum, því slíkt er ekki hægt með atvinnuleysisbótunum einum saman, allra síst ef fjölskyldan er stór og skuldir miklar.

Til viðbótar þeim sem skrá búferlaflutninga til annarra landa bætist mikill fjöldi manna sem stunda vinnu erlendis, en fjölskyldan býr áfram á Íslandi af ýmsum ástæðum, t.d. vegna skólagöngu barna eða atvinnu makans.  Í þeim tilfellum er viðkomandi skráður áfram til heimilis á Íslandi, þó hann stundi vinnu erlendis og komi aðeins heim til sín á nokkurra vikna, eða mánaða, fresti.

Á meðan ekki verður breyting á stefnu núverandi ríkisstjórnar í atvinnumálum, mun þessi óheillaþróun sjálfsagt halda áfram, þangað til allt besta fólk þjóðarinnar hefur hrakist úr landi. 


mbl.is Flestir fara til Noregs

Athugasemdir

06.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst