Ótrúlega gamaldags

Ótrúlega gamaldags Framkvæmd kosninga hér á landi er ótrúlega gamaldags og ekki í nokkru samræmi við almenna þróun í landinu né þekkingu landsmanna. Ég

Fréttir

Ótrúlega gamaldags

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir
Framkvæmd kosninga hér á landi er ótrúlega gamaldags og ekki í nokkru samræmi við almenna þróun í landinu né þekkingu landsmanna. Ég beið í biðröð í rúman hálftíma, þegar í kjörklefa kom þá sátu þar þrír einstaklingar til að merkja við að ég væri ég í tvær mismunandi kjörskrár því hér var tvöföld kosning. Tíma tók að fletta möppum, finna heimilisfangið mitt og síðan mig. Svo fékk ég tvo miða, gekk frá mínu atkvæði og setti miða í tvo mismunandi kassa.

Einvertíman var síðan sturtað úr þessum kassa, atkvæðum handraðað, og haugur mann vinnandi við það alla nóttina að telja einn, tveir, þrír ...

Hægur leikur hefði verið fyrir tvo menn, hvorn í sínu lagi að slá inn kennitöluna mína í tölvu, þriðji kanna persónuskilríki og láta mig að því búnu fá auðkenni. Ég hefði getað gengið að tölvu í kjörklefanum, gengið frá minni kosningu og ekki nokkur maður hefði verið að vinna alla nóttina við að telja blöð.

Hér á Akureyri unnu menn samfellt í 20 tíma í undirkjörstjórn með einn og hálfan tíma í matarhlé. Þetta er auðvitað galið!


mbl.is Þörf á að endurskoða kosningalög

Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst