Ótrúlegt ástand
http://bjoval.hexia.net/ | Rebel | 07.12.2008 | 06:47 | Robert | Lestrar 267 | Athugasemdir ( )
Stjórnmálin á Íslandi er farin að taka
á sig undarlegustu myndir. Það keyrði þó algjörlega um þverbak í vikunni þegar Davíð Oddsson hótaði því
hreinlega að ef hann fengi ekki að vera í friði í sínum Seðlabanka þá færi hann aftur í stjórnmálin, sem hann hefur
reyndar aldrei farið frá. Forsætisráðherrann lætur þetta yfir sig ganga möglunarlaust, utanríkisráðherra sömuleiðis og hvorugur
man eftir nú eftir nokkrum samtölum við seðlabankstjórann sem segist hafa reynt að leggja þeim lífsreglurnar fyrr á árinu varðandi
yfirvofandi efnahagshrun á landinu. Þessi uppákoma er svo ótrúleg og svo vitlaus í allri sinni mynd að tekur ekki nokkru tali.
Á meðan þúsundir Íslendinga er að
missa vinnuna, þúsundir heimila komin á vonarvöl og hundruð fyrirtækja á leið í gjaldþrot, þá láta æðstu
ráðamenn landsins eins og fífl á opinberum vettvangi. Í hvert sinn sem formenn stjórnarflokkanna að ekki sé nú talað um
seðlabankastjórann, tjá sig opinberlega fellur Ísland í áliti erlendis, traustið fjarar út og við erum sett á sama bás og
fjarlæg lönd sem við höfum aldrei viljað kenna okkur við. Það er engu nær en að þetta aumingjans fólk sé orðið
algjörlega veruleika firrt, geri sér enga grein fyrir ástandinu hjá íbúum landsins og geti ekki með nokkru móti hagað sér eins og
stjórnendur eiga að gera á erfiðum tímum. Að ekki sé talað um að nokkurt þeirra hafi manndóm í sér til að axla
ábyrgð á ástandinu og öllum þeim ósköpum sem leidd hafa verið yfir land og þjóð að undanförnu. Það er
þjóðinni mikil ógæfa að hafa slíkan hóp fólks við stjórnvölin.
Athugasemdir