Óvenjuleg hlýindi í Kaliforníu

Óvenjuleg hlýindi í Kaliforníu Á meðan kaldir vindar frá Kanada með miklu frosti leika um Atlantshafsströnd N-Ameríku eru á sama tímaóvenjuleg hlýindi

Fréttir

Óvenjuleg hlýindi í Kaliforníu

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Á meðan kaldir vindar frá Kanada með miklu frosti leika um Atlantshafsströnd N-Ameríku eru á sama tímaóvenjuleg hlýindi við vesturströndina, nánar til tekið í Kaliforníu.  Í Los Angeles voru 27°C í gær eða um 10 stigum ofan meðallags janúarmánaðar.

santa_ana Orsakarinnar er að leita til hinna svokölluðu Santa Ana vindasem eru  í tengslum við háþrýsting að vetrarlagi yfir Klettafjöllum og eyðimörkum hálendis vesturstrandarinnar. Vindar þessir,  sem steypast niður að sjávarmáli einkennast af því að loftið hlýnar sem nemur um 1°C fyrir hverja 100m í lækkun.

Heit golan magnar upp glóð elds sem leynast kann, enda búið að vara eina ferðina enn við gróðureldum í grennd við borg Englanna.

 

 

 


Vísindi og fræði | Slóð | Athugasemdir (5)


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst