Öxnadalur - Öxnadalsheiði

Öxnadalur - Öxnadalsheiði Ég hef áður gert að umtalsefni hvað kalt loft virðist þaulsætið í Öxnadal. Í gær var ég þarna á ferðinni í snjómuggu frá

Fréttir

Öxnadalur - Öxnadalsheiði

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Ég hef áður gert að umtalsefni hvað kalt loft virðist þaulsætið í Öxnadal. Í gær var ég þarna á ferðinni í snjómuggu frá lægðardragi sem var á leið norður.  Reyndar snjóaði út allan Eyjafjörðinn.  Hins vegar vakti það óskipta athygli mína að um leið og ekið var upp Bakkaselsbrekkuna hlánaði og það rigndi upp á Öxnadalsheiðinni !  Vel má vera að umtalað lægðardrag hafi þarna átt hlut að máli því hitastigull norður-suður var mjög skarpur og milda lofið borar sig gjarnan niður.

Í morgun hins vegar sé ég að á meðan hitinn var rétt undir frostmarki á Möðruvöllum í Hörgárdal og á Akureyri. Á sama tíma +5°C á Öxnadalsheiði.  S-átt og þíða á landinu, meira og minna skýjað.  Svo virðist þó vera að niðri á láglendinu í Eyjafirði hafi útgeislunin náð yfirhöndinni í hægum vindinum og þar kólnað.

Hitamælingar í Öxnadalnum væru áhugaverðar, t.d. við Hraun eða Engimýri til að fá fyllri mynd af þeim skörpu dráttum og umskiptum sem þarna eru oft við þjóðveginn.

Fróðlegt væri að heyra af reynslu ökumanna sem fara þarna oft um.

Ljóðræna myndin úr Bakkaselsbrekkunni er frá 2008 og tekin af Guðnýju.  Sjá hér.

 


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst