Öxnadalur - Öxnadalsheiði
Í morgun hins vegar sé ég að á meðan hitinn var rétt undir frostmarki á Möðruvöllum í Hörgárdal og á Akureyri. Á sama tíma +5°C á Öxnadalsheiði. S-átt og þíða á landinu, meira og minna skýjað. Svo virðist þó vera að niðri á láglendinu í Eyjafirði hafi útgeislunin náð yfirhöndinni í hægum vindinum og þar kólnað.
Hitamælingar í Öxnadalnum væru áhugaverðar, t.d. við Hraun eða Engimýri til að fá fyllri mynd af þeim skörpu dráttum og umskiptum sem þarna eru oft við þjóðveginn.
Fróðlegt væri að heyra af reynslu ökumanna sem fara þarna oft um.
Ljóðræna myndin úr Bakkaselsbrekkunni er frá 2008 og tekin af Guðnýju. Sjá hér.
Athugasemdir