Pólitískur rétttrúnaður á háu stigi

Pólitískur rétttrúnaður á háu stigi Í Þýskalandi liggur forstjóri Deutsche Bank undir harðri gagnrýni fyrir að láta þau almæltu sannindi út úr

Fréttir

Pólitískur rétttrúnaður á háu stigi

Axel Jóhann Axelsson
Axel Jóhann Axelsson
Í Þýskalandi liggur forstjóri Deutsche Bank undir harðri gagnrýni fyrir að láta þau almæltu sannindi út úr sér að fjölgun kvenna í stjórn bankans myndi auka fegurð og litadýrð í hópi stjórnendanna.  Þetta liggur svo í augum uppi að í raun ætti að vera óþarfi að nefna það, en kvenfólkið er auðvitað fallegra kyn mannskepnunnar og klæðist að auki mun smekklegri og litaglaðari fötum en karlkynið.

Samkvæmt pólitískum rétttrúnaði má alls ekki benda á svona einfaldar staðreyndir, heldur á alltaf að láta eins og enginn mismunur sé á kynjunum og allra síst má tala um að konur séu fallegar, eingöngu má segja að þær séu gáfaðar, snjallar og standi körlunum snúning á öllum sviðum mannlegrar tilveru.  Hins vegar má alls ekki segja um nokkra konu að hún sé ljót eða heimst, því þá er verið að gera lítið úr kvenkyni veraldarinnar í heild á svívirðilegan hátt, en þó kona segi eitthvað álíka um karlmann, þá er það bæði saklaust og einfaldlega verið að benda á staðreyndir.

Í annarri frétt kemur fram að skoskir vísindamenn hafi komist að því eftir ýtarlegar rannsóknir að konur séu blíðari en karlar og þó þetta hafi verið almælt tíðindi frá örófi alda, þá þykir virtum vísindamönnum samt ástæða til að leggja tíma, fé og fyrirhöfn í að rannsaka þetta til hlítar.

Í anda pólitísks rétttrúnaðar hljóta konur að rísa upp og mótmæla því að þær séu blíðari í sér en karlar.  Viðurkenning á slíku jafngildir því að segja að kynin hugsi ekki nákvæmlega eins og að jafnvel gæti verið mismunur á hegðun þeirra og viðbrögðum við utanaðkomandi áreiti.

Gagnrýni á við þá sem forstjóri Deutsche Bank sætir nú, er auðvitað ekkert annað en hlægileg, en verst er að ekki hafa allir húmor til að sjá bjálfaganginn sem að baki býr.


mbl.is „Fegurð ykist með konum í stjórn“

Athugasemdir

06.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst