Ráðherralaun hækka, lífeyrir lækkar
Því miður eru ráðherrarnir og þingmennirnir ekki jafn rausnalegir þegar kemur að útdeilingu jólasendinga sinna til elli- og örorkulífeyrisþega og annarra þeirra sem þurfa að treysta á þessa aðila vegna framfærslu sinnar, en þeim er aðeins ætluð 3,5% hækkun síns framfærslueyris, þrátt fyrir undirritaða samninga ráðherranna við verkalýðshreyfinguna um 6,5% hækkun.
Í tilefni af þessum ríflega jólabónus ættu stjórnvöld að sjá sóma sinn í að "draga til baka launalækkanir þeirra" sem undir þau heyra með lífsviðurværi.
Athugasemdir