Rafbækur, hljóðbækur, pappírsbækur
Kindle er nýjasta nýtt. Það er lítil handhæg tölva sem ekki þarf að tengja við internet. Í Kindle getur maður fengið sendar bækur, tímarit og dagblöð með áskrift. Lesandinn getur þá haft "allt á einum stað" hvar og hvenær sem Kindle tölvan er við hendina.
Fyrirbærið er nýjung sem
vissulega er spennandi. Fyrsta útgáfa er komin á markað en reynslan
hefur kennt manni að þróun tækninýjunga sé yfirleitt á þann veg að
með annarri og þriðju útgáfu fari verð lækkandi og gæði hækkandi þannig
að sumir kjósa að bíða og sjá hvað verður í framhaldinu.
Margir
bókaunnendur finna sér helst stað og stund til samveru við bókina sína í
lok dags. Á Íslandi erum við almennt ekki að ferðast daglega langar
vegalengdir í lestum eða rútum svo fæstir lesa blöð eða bækur á leið til
og frá vinnu sem er algengt að fólk geri erlendis.
Bókaútgefendur óttast margir að "bókin" muni fara halloka fyrir þessari nýjung og að bóksala muni hrynja svo um munar.
Ég held að að ótti bóksala sé óþarfur, að slík tölva yrði frekar viðbót ef eitthvað. Allavega mætti þjónusta Kindle þá vera með eindæmum, verðlagning lág og úrval lesefnis BÝSNA gott.
Kannski er það íhaldssemi í mér en ég sé ekki slíka tölvu geta komið í stað þeirrar notalegu stemningar að fara á bókasafn eða í bókabúð og njóta þess að velja þar af öllum kræsingunum í hillunum.
Við skulum ekki gleyma því sem er alveg ómissandi fyrir réttu stemninguna, það er RYKINU sem fylgir með hverri bók og LYKTINNI sem tilheyrir.
Nánar um Kindle sjá hér
Athugasemdir