Sigur í undankeppni í Skólahreysti
toti7.123.is/ | Rebel | 14.03.2009 | 00:57 | Robert | Lestrar 418 | Athugasemdir ( )
Krakkarnir okkar hér á Siglufirði eru alveg stórkostlegir á allan hátt
og ekki síst hvað varðar árangur í íþróttum. Í gær tók okkar lið í
Skólahreysti þátt í undankeppninni fyrir Norðurland og gerði sér lítið
fyrir og vann með yfirburðum sinn riðil, er þetta í þriðja sinn í röð
sem skólinn okkar kemst í úrslitin þ.e. öll árin sem við höfum tekið
þátt. Þessir krakkar eru frábærir fulltrúar okkar glæsilegu æsku á
Siglufirði. Verður spennandi að sjá hvernig þeim gengur í
lokakeppninni þann 30. apríl, en í fyrra náðu þau þriðja sæti eins og
mörgum er í fersku minni.
Alexander, Svava Stefanía, Sindri Þór (sem keppti fyrir Ólafsfjörð), Guðrún Ósk og Arnar Már
Alexander, Svava Stefanía, Sindri Þór (sem keppti fyrir Ólafsfjörð), Guðrún Ósk og Arnar Már
Athugasemdir