Sjálfstæðisflokkurinn

Sjálfstæðisflokkurinn Það ríkir mikil Þórðargleði í herbúðum andstæðinga Sjálfstæðisflokksins þessa dagana.  Hver áfallið af öðru hefur hefur rýrt traust

Fréttir

Sjálfstæðisflokkurinn

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson
Það ríkir mikil Þórðargleði í herbúðum andstæðinga Sjálfstæðisflokksins þessa dagana.  Hver áfallið af öðru hefur hefur rýrt traust flokksins sem á nú í vök að verjast í aðdraganda kosninga.  Viðbrögðin og ánægjan er að mörgu leiti skiljanleg, en andstæðingar flokksins hafa í gegnum árin litið öfundaraugum á styrk Sjálfstæðisflokksins og árangur í innra starfi sem og í við stjórn landsins.  Vinstri flokkarnir hafa aldrei klárað kjörtímabil og vinstri stjórnir hafa sprungið í getuleysi og átökum í gegnum tíðina.






560px-ees_svg.png Líkt og árangur Sjálfstæðismanna gegn höftum og heljar greipum ríkisvaldsins þegar kom fram á níunda áratug síðustu aldar og allt var í kalda koli á Íslandi.  Í samvinnu við krata, sérstaklega frjálslynda menn eins og Jón Baldvin og Jón Sigurðsson, var gegnið í EES 1994 og eftir það lá leiðinn stöðugt upp á við.  Mikill vöxtur landsframleiðslu og kaupmáttar fylgdi í kjölfarið þar til, eins og hjá Spartakus, að velgengnin blindaði menn og leiddi þá í glötun.  Spartakus og menn hans voru brytjaðir niður á Ítalska hælnum en Sjálfstæðismenn við bankahrunið.  Báðir aðilar, alla vega stjórnendur, höfðu upplýsingar um stöðuna, en blindir af velgengni og í afneitun við að horfast í augu við veruleikan, leiddi þá ó ógöngur.

En Sjálfstæðisflokkurinn mun rísa á ný, þó það verði ekki fyrir væntanlegar kosningar.  Hann mun áfram byggja á sínum grunn gildum; frelsi einstaklingsins, einkaframtaki og stétt með stétt sem tengt hefur flokkinn við allar stéttir þjóðfélagsins.  Uppbygging í Íslensku samfélagi verður ekki árangursrík án þessara gilda.  Gildi sem auka framleiðni og tryggja efnahagslega uppbyggingu.  Flokkurinn þarf hinsvegar að tryggja flæði upplýsinga frá forystumönnum og út í grasrótina ef hann vill halda trúnaði þarna á milli.  Eitt stærsta vandamál Sjálfstæðisflokksins í dag er skortur á stefnumótun og framtíðarsýn.  Forystumenn hafa verið í því hlutverki að segja grasrótinni hvað henni sé fyrir bestu, en forðast umræður og skoðanaskipti um mikilvæg málefni.

Gott dæmi um slíkt er umræðan um EES þar sem forystan hefur beitt fyrir sig þjóðernisumræðu í stað þess að nota röksemdir og uppbyggilegum umræðum.  Forystumenn hafa ekki treyst Sjálfstæðismönnum til að taka skynsamlegar ákvarðanir þessu máli og því farið þá leið að úthrópa ESB og tala gjarnan um ,,Brussel valdið" .  Þeir tala um mannvonsku Breta í IceSave máli og hvað þjóðir ESB hafi verið vondar við okkur í IceSave málinu, sem er ekkert annað en lýðskrum af verstu gerð og til þess eins að slá ryki í augu flokksmanna.  Flokkur sem sá sóknarfæri í tengingu við Evrópuríki með EES samningnum og þeim grundvallarbreytingum sem samningurinn fylgdi, með opnun hagkerfisins og auknu frjálsræði í viðskiptaháttum.  Það má alls ekki stöðva slíka hvata vegna þess að illa hafi farið, heldur skoða regluverk og finna leiðir til að koma í veg fyrir að menn fari algerlega fram úr sér í velgengni.

Sjálfstæðismenn eiga að bera sína pólitísku ábyrgð á bankahruninu með afgerandi hætti.  Ekki er hægt að reikna með að flokkslitrur eins og Framsókn eða Samfylking geri slíkt og Vinstri Grænir eru stikkfrí í málinu.  Ég tala nú ekki um Frjálslindaflokkinn sem aldrei hefur getað stjórnað sjálfum sér, hvað þá að þeim væri treystandi fyrir stjórnun landsmála.  Sama má segja um nýja flokka sem bjóða sig nú fram, að innra starf er ekkert og mun aldrei verða.  Slíkir flokkar sækja til sín óánægjufylgi og hafa aldrei breytt neinu í Íslensku samfélagi, alla vega ekki til góðs.


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst