Sjávarútvegsmiðstöð á Akureyri
http://bjoval.hexia.net/faces/blog/list.do?face=bjoval | Rebel | 19.04.2009 | 22:24 | Robert | Lestrar 220 | Athugasemdir ( )
Í gær var undirritað samkomulagá milli sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og Háskólans á Akureyri um stofnun sjávarútvegsmiðstöðvar við skólann. Hreiðar Þór Valtýsson lektor við sjávarútvegsfræði við Háskólans á Akureyri mun veita þessari nýju stofnun forstöðu en verkefni hennar er m.a. að afla og miðla upplýsingum um sjávarútveg milli fyrirtækja og samstarfsaðila, stuðla að samvinnu við innlendar og erlendar vísindastofnanir á sviði sjávarútvegs, auka tengsl atvinnulífs og skóla með nemendaverkefnum í samvinnu við fyrirtæki og stuðla að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í sjávarútvegi svo fátt eitt sé nefnt.
Almenn ánægja er með stofnun miðstöðvarinnar sem miklar vonir eru bundnar við rétt eins og gert er varðandi sjávarútveginn sem við treystum enn og aftur á að bjargi okkur úr vandræðum. Það varpaði þó skugga á athöfnina í Háskólanum á Akureyri í gær að Kristján Vilhelmsson, fulltrúi útgerðarmanna, sá ástæðu til að halda þar mikla tölu þar sem hann hvatti fólk til að hafna öllum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu frá því sem nú er og sérstaklega að varast það að styðja við flokka eins og þann sem sjávarútvegsráðherra leiðir. Það var mál manna að ræða útgerðarmannsins hefði verið langt fyrir utan allt velsæmi og hvorki staður né stund til ræðuhalda af því tagi sem hann stóð fyrir. Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra svari honum með þeim hætti að honum þætti leitt að stórútgerðin í landinu kysi að koma fram með þeim hætti sem endurspeglaðist í orðum Kristjáns Vilhelmssonar og sýna í leiðinni þeim lítilsvirðingu sem þarna voru komnir saman í allt öðrum tilgangi en að sitja undir reiðilestri illra fyrirkallaðra stórútgerðamanna. Það hefði því aðeins verið vegna virðingar sinnar við Háskólann á Akureyri að Steingrímur J. sagðist ekki hafa gengið út af athöfninni undir ræðu útgerðamannsins. Ég heyrði það í lok athafnarinnar að það átti við um fleiri hátíðargesti.
Athugasemdir