Skattavírinn

Skattavírinn Þegar ég var polli á Siglufirði þá fórum við félagar út í gat því okkur var sagt að það væri verið að gera það með demantsborum. Vonsviknir

Fréttir

Skattavírinn

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson
Þegar ég var polli á Siglufirði þá fórum við félagar út í gat því okkur var sagt að það væri verið að gera það með demantsborum. Vonsviknir sáum hins vegar bara járnarusl. En heim komum við samt með sprengjuvír, sem sagt er að sé sams konar bjölluvír og sá sem lagður hefur verið af ríkisstjórninni alla leið til Brussel. Þetta er samt sprengjuvír.
Þið sjáið þetta fyrir ykkur. Hringt er um bjölluvírinn til Íslands og allsherjaráðherrann tekur upp tólið: Geld, ja? Nei nei, ekki geld! 

Lögin frá 1932 um tekjutökur ríkissjóðs Bandaríkjanna urðu ekki að demöntum í höndum ríkisstjórnar Hoovers. Þegar taprekstur ríkissjóðs jókst hroðalega vegna þess að svo margir urðu atvinnulausir, þá var svar ríkisstjórnarinnar þetta; hún flutti hæstu tekjuskatta frá 25 prósentum og upp í 63 prósent tekjuskatta. Fasteignaskattur var tvöfaldaður og skattur á hagnað fyrirtækja var hækkaður um 15 prósentustig. Þið þekkið ferlið hér heima undir núverandi 180 gráðu Hooverríkisstjórnar Íslands.

Það flotta við þennan demantsbor ríkisstjórnar Hoovers var það að hann virkaði eins og sprengjuvír á allt hagkerfið. Allt varð miklu verra. Það eina sem reynt var til að sporna við Stóru kreppunni var ávalt niðurskurður. Lítið sem ekkert annað var reynt af neinni alvöru, fyrr en allt var komið til heljar. Sama hver forsetinn var. Þessi sami sprengjuvír hefur nú verið lagður á milli evrulanda Evrópusambandsins. Hann er sjálft Evrópusamband evrunnar.
 
Hafið þið lesið nýju skýrsluna um Sjávarútveg Íslendinga? Ekki það nein. Ekki séð fullfermdan bátinn í auga þínu enn?

Skyldir þú ekki vita það, þá er sjávarútvegur Íslendinga UNDIRSTÖÐUATVINNUVEGUR þjóðarinnar, ásamt landbúnaði. Sjávarútvegur er fjórðungur íslenska hagkerfisins. Furðu má sæta að hann skuli ekki enn liggja sem mergur í hryggsúlum háskólasamfélagsins. Úr sjávarútvegi landsins hefur restin af íslenska hagkerfinu verið byggt upp með. Litlar þjóðir þola ekki að missa UNDIRSTÖÐUATVINNUVEGI.
 

Athugasemdir

05.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst