Skógrækt ríkisins leggst eindregið gegn boðaðri útrýmingarherferð gegn lúpínunni
Mín tilfinning er sú að við Íslendingar séum nokkuð gjörn á afdráttarleysi. Með eða á móti, svart eða hvítt skal það vera og helst ekkert þar á milli. Við höfum ekki tíma fyrir umræðu og kynningarstarfsemi til almennings byggða á rannsóknum. Enda höfum við ekki heldur tíma til að rannsaka! Þetta hefur sýnt sig í fleiri málefnum en þegar vinkona mín Lúpínan á í hlut..., ég nefni sem dæmi ESB!
Ég vil benda lesendum á vandaða grein Ólafs Stephensen (ef þið hafið misst af henni) sem hann birti fyrir nokkru, "Bótanískt útlendingahatur". Greinin fylgir hér:
Sömuleiðis
hefur bloggvinur minn og leshringsfélagi Ágúst H. Bjarnason skrifað
mjög athyglisverða umfjöllun á bloggsíðu sinni um Lúpínuna (sjá hér og hér).
Athugasemdir