Skógrækt ríkisins leggst eindregið gegn boðaðri útrýmingarherferð gegn lúpínunni

Skógrækt ríkisins leggst eindregið gegn boðaðri útrýmingarherferð gegn lúpínunni Skógrækt ríkisins hefur sent umhverfisráðherra greinargerð, þar sem

Fréttir

Skógrækt ríkisins leggst eindregið gegn boðaðri útrýmingarherferð gegn lúpínunni

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir
Skógrækt ríkisins hefur sent umhverfisráðherra greinargerð, þar sem eindregið er lagst gegn boðaðri útrýmingarherferð gegn lúpínunni.  Jón Loftsson skógræktarstjóri: "Við höfnum þessu öllu saman á þeim grunni sem það er sett fram á. [...] Grunnurinn að þessum tillögum er sá að líffræðilegri fjölbreytni stafi hætta af lúpínunni. Við teljum það alrangt. Við teljum að gera þurfi miklu ítarlegri úttekt og rannsóknir á lúpínunni, áður en menn fara af stað í einhverja herferð, ég tala nú ekki um einhvern eiturefnahernað, gegn henni. Fullyrt er að hún vaði yfir gróið land. Hvar gerir hún það? Það eru ekki til neinar rannsóknir, sem byggja má á hvort og þá hvar hún er að gera skaða."

Mín tilfinning er sú að við Íslendingar séum nokkuð gjörn á afdráttarleysi. Með eða á móti, svart eða hvítt skal það vera og helst ekkert þar á milli. Við höfum ekki tíma fyrir umræðu og kynningarstarfsemi til almennings byggða á rannsóknum. Enda höfum við ekki heldur tíma til að rannsaka! Þetta hefur sýnt sig í fleiri málefnum en þegar vinkona mín Lúpínan á í hlut..., ég nefni sem dæmi ESB!

   Ég vil benda lesendum á vandaða grein Ólafs Stephensen (ef þið hafið misst af henni) sem hann birti fyrir nokkru, "Bótanískt útlendingahatur".    Greinin fylgir hér:

Sömuleiðis hefur bloggvinur minn og leshringsfélagi Ágúst H. Bjarnason skrifað mjög athyglisverða umfjöllun á bloggsíðu sinni um Lúpínuna (sjá hér og hér).


Athugasemdir

08.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst