Skurður opnast
sksiglo.is | Rebel | 23.03.2014 | 17:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 1428 | Athugasemdir ( )
Mér var boðið í smá jeppaferð upp á Lágheiði í
dag þar sem Björgunarsveitin Strákar var með æfingu og svo voru nokkrir jeppakallar að prufa sín tæki þarna líka.
Það er óhætt að segja það að snjómagnið á
Lágheiðinni sé vægast sagt ótrúlegt. Enginn í þessum hóp sem var þarna hafði séð svona mikið magn á
Lágheiðinni áður og margir af strákunum eru vanir jeppakallar og farið ófár ferðirnar upp á Lágheiði.
Það sem sést í þessu myndbandi er eitthvað sem alltaf getur komið
fyrir þegar menn keyra í snjó og hætturnar geta leynst þar sem virðist vera rennislétt snjóbreiða.
Svona opnast sprungurnar líklega á jöklunum líka.
Hér er slóðin fyrir þá sem eru með verkfæri sem ekki geta séð myndbandið beint af síðunni hjá okkur : https://www.youtube.com/watch?v=SYcFZ2sRmeY&feature=youtu.be
Athugasemdir