Smalað á Sigló

Smalað á Sigló Laugardag og sunnudag var smalað í Siglufirði. Nú þar sem ég var að passa fyrir hana Ólöfu mína akkúrat þegar smalað var og dagurinn

Fréttir

Smalað á Sigló

Laugardag og sunnudag var smalað í Siglufirði.

Nú þar sem ég var að passa fyrir hana Ólöfu mína akkúrat þegar smalað var og dagurinn hvort eð er ónýtur til annarra verka var ákveðið að kíkja í réttir og að sjálfsögðu um leið á smalana alla saman á laugardeginum. Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að ef ég hefði ekki verið að passa fyrir hana Ólöfu hefði ég nú líklega verið með efstu mönnum í fjöllunum. Hann Simmi minn (hennar Helen Meyer) reyndi fram á síðustu stundu að fá mig með í hópinn en ég var eins og fyrr segir að passa fyrir Ólöfu. Halli Bó var líka búin að nefna þetta við mig en ég hreinlega þóttist ekki skilja hann og horfði niður á gangstéttina.

Eitthvað var talað um að vegna veðurfars var féð óvenju hátt uppi (ég vona að ég hafi náð þessu rétt). Þ.e.a.s. að tíðin er svo góð og hlýtt og því leita þær lengra upp í fjöllin. Líklega eins og maður mundi sjálfur gera ef einhver væri hlaupandi á eftir manni gólandi "hebb-hebb-hebb" og "Vóhh-aahhhh, heejjjjj" og alls konar önnur heróp.  

Þegar búið var að reka í réttina varð aldeilis kátt í höllinni og allir kepptust við að ná í sitt fé og draga í hólfin (hugsanlega heitir þetta dilkar). Hver leitaði að sínu marki og ég held að flestallir hafi fundið sitt mark. Nema að hann Mark Duffield málari vor fannst ekki á laugardeginum. Gaman að maður skuli segja málari "vor" og á það á alveg ótrúlega vel við því fyrir örstuttu síðan trúði Mark mér fyrir því að honum findist sérstaklega gaman að mála í vor-litunum þó það væri komið haust, og allir pastel-litirnir í nýja Ikea bæklingnum væru eitthvað sem allir ættu að skoða. Ikea bæklingurinn að þessu sinni er víst alveg í sérstöku uppáhaldi hjá honum og er hann að spöggulera í því að fara í stuttbuxunum sínum fljótlega til Reykjavíkur og kíkka í IKEA. En það skiptir annars ekki neinu einasta máli í sambandi við réttirnar, sauðféð og smalana og er alveg hreint allt annað málara mál sem ég ætla alls ekki að tegja lopann með.

Mér sýndist þær vera flest allar vera spikfeitar og fínar af fjalli og maður bíður alveg hreint snarspenntur eftir því að einhver af þessum hobbý og ekki hobbý bændum bjóði manni í grill. Ég get ekki neitað því að þegar ég stóð þarna og virti fyrir mér skepnurnar hvað þetta væri mikið af kjöti. Eitt augnablik (sem var reyndar ótrúlega lengi að líða) datt ég í dagdrauma og sá ég fyrir mér alveg heilt fjall af Kótelettum. Uuuummmmm kótelettur. Sem minnir mig á það. Á ekkert að fara að halda Kótelettukvöld hjá Siglfirska Kótelettufjélaginu? Hvað er að frétta af því eiginlega? Úff hvað mig langar mikið í Kótelettur akkúrat núna.

Svo á sunnudeginum mátti ég einfaldlega ekki fara í réttir, hún Ólöf mín lét mig vinna í húsinu sínu þann daginn. 

En ég tók einhvern slatta af myndum í réttunum á laugardeginum sem eru hér fyrir neðan og vonandi hafið þið gaman af því að skoða þær.

SmalaðEgill Rögnvalds tók brosandi á móti manni. 

smalaðJóa Halladóttir tók smá dans.

SmalaðHér er hann Simmi minn (Simmi hennar Helen Meyer) að kíkka eftir smalagenginu.

SmalaðÞessir kappar eru þarna að koma frá Siglunesi.

smalaðSjöfn Ylfa kom til að athuga hvort Sigurjón væri ekki alveg örugglega að standa sig.

SmalaðHér eru Jói á Brúnastöðum og Egill Rögnvalds að vega þetta og meta. Ásta Rós í baksýn.

SmalaðHalli Bó í öllu sínu veldi.

SmalaðStebbi Fidda kom með afadrenginn hann Ara í réttir. Takið eftir því hvað Stebbi er alltaf töff, hann er með puttan á púlsinum með iPad og allt.

SmalaðGunni Júl að skoða hvort hann sjái sínar.

SmalaðÞað er líklega óþarfi að segja hver þetta er..... en segjum það nú samt. Þetta er bakið á henni Jóu Halladóttur (Halla Bó).

smalaðÁsa Guðrún lét sig ekki vanta.

SmalaðHér er svo hún Ólöf mín og hún Helen hans Simma síns.

SmalaðAddi múr og Helen Lilja. Addi var bara eins og ég, hann sá bara um að passa fyrir Eddu og að horfa á.

SmalaðÁgúst Bergur var með duglegri mönnum þarna í réttunum.

SmalaðEyjólfur píp stóð eins og módel þarna. Hann var eins og klipptur út úr tískublaði síðan 1928.

SmalaðHér er verið að kenna réttu handtökin.

SmalaðOg hér.

SmalaðHjörtur á Helgustöðum kann þetta allt. Doddi málari fylgist áhugasamur með.

SmalaðSigurjón Erlends kom að sjálfsögðu til að athuga hvernig þetta gengi allt saman.

SmalaðÓli Guðbrands var að sjálfsögðu á svæðinu.

SmalaðOg Jói Guðbrands var þarna líka. 

Svo alveg miklu meira af myndum hér.


Athugasemdir

21.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst