Snilli og Tilli komnir með fulla skoðun

Snilli og Tilli komnir með fulla skoðun Fyrir stuttu síðan sögðum við frá jeppa-verkefni þeirra Guðna Sveinssonar og Guðmundar Einarssonar. Ég leit við

Fréttir

Snilli og Tilli komnir með fulla skoðun

Fyrir stuttu síðan sögðum við frá jeppa-verkefni þeirra Guðna Sveinssonar og Guðmundar Einarssonar.
 
Ég leit við hjá þeim í gær til þess að athuga stöðuna á verkefninu. Guðni Sveins var alveg snarspenntur því nú ætti tröllið að fara í skoðun seinni part dags. Biðin hefur sjálfsagt verið löng og ströng og spenningurinn líklega verið að yfirbuga menn þegar leið á daginn. 
 
En við Siggi Þór fengum aðeins að máta bílinn og klöngruðumst bókstaflega uppí. Reyndar viðurkenni ég það fúslega að Siggi Þór átti auðveldara með þetta heldur en ég. 
 
Svo sá ég það á Jeppaspjalli.is í gærkvöldi að bíllinn er kominn með fulla skoðun og orðinn blússandi löglegur.
 
Að sjálfsögðu óskum við þeim piltum innilega til hamingju með þennan ógurlega grip og það er ekkert sjálfsgefið að svona breyttir bílar fái fulla skoðun, án athugasemda eftir svona viðamiklar breytingar þannig að greinilega hefur verið vandað til verka (eins og reyndar við var að búast af þeim félögum).
 
Verkefnið tók 11 mánuði og samkvæmt facebook síðu Guðna Sveins vilja þeir Guðni og Gummi koma fram kærum þökkum til eiginkvenna sinna fyrir óþrjótandi þolinmæði þennan tíma.
 
Glæsileg kerra.
 
 
Svo koma nokkrar myndir af okkur Sigga Þór brölta upp í bílinn.
 
Snilli Hér er Siggi Þór að máta. Honum leist ógurlega vel á.
 
snilliSiggi valdi réttu leiðina.
 
snilliÉg er ógurlega flottur á þessum bíl þó svo að ég segi sjálfur frá.
 
snilliSmá lofthræðsla í gangi þarna.
 
Hér er svo nýjasta slóðin á þá félaga Snilla og Tilla á Jeppaspjallinu. http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=5&t=17319&hilit=snilli+og+tilli&start=800


Athugasemdir

05.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst