Snjór í París
http://esv.blog.is/blog/esv/ | Rebel | 06.01.2009 | 00:54 | Robert | Lestrar 292 | Athugasemdir ( )
Það þykir nú orðið heyra til tíðinda að sjá mynd sem þessa frá Parísarborg. Í nótt og
í morgun snjóaði talsvert í Vestur-Evrópu þegar kuldaskil bárust úr norðri og norðaustri. Vandræði af hraðbrautum og
flugvöllum í Þýskalandi hafa verið í fréttum í dag. Þær verða fleiri sagðar fréttirnar af kuldum í
Evrópu á næstu dögum. Danir mældu mesta frost hjá sér í nótt 11,8 stig í Karup á Jótlandi.
Það þykir mikið í Danmörku og meira frost en mældist nokkru sinni í fyrravetur. Þó ótrúlegt megi virðast hefur mesta
frostið farið niður fyrir 30 stig í Danmörku og það ekki svo langt síðan, eða í janúar 1982 nærri Álaborg.
Vetrarveðrátta í ársbyrjun virðist þó ekki ætla að verða viðvarandi á þessum slóðum því mun mildara
loft af Atlantshafinu virðist ætla að ná yfirhöndinni í Vestur- og Norður-Evrópu strax á föstudag. Breytingar í þá
veru munu einnig umpóla veðráttunni hér hjá okkur spái ég.
Athugasemdir