Sól er yfir Siglufirði
123.is/toti7/ | Rebel | 29.01.2009 | 00:16 | Robert | Lestrar 282 | Athugasemdir ( )
Blessaðir sólargeislarnir hafa verið að læðast niður fjallshlíðarnar
hjá okkur hérna fyrir norðan undanfarna daga og í dag baðaði sólin
norðurbæinn með geislum sínum. Á morgun höldum við sólardaginn
hátíðlegan þegar sólin skín um allan bæ. Já, það glaðnar yfir fólki á
svona dögum þó ýmislegt gangi á í þjóðfélaginu.
Já, sól er yfir Siglufirði og Siglfirðingum þrátt fyrir allt krepputal, niðurskurð, stjórnarkreppu og niðursveiflu. Blessað góðærið sneyddi nú að mestu framhjá okkur og við verðum ekki svo mjög vör við kreppuna margumtöluðu. Og það er bara nokkuð bjart framundan hjá okkur hér í hánorðri, stórhuga menn byggja nú upp glæsilega ferðaþjónustu hér á staðnum þar sem gömul fiskverkunarhús fá ný hlutverk og smábátahöfnin og nágrenni hennar verður iðandi af mannlífi, jafnvel verður byggt glæsilegt hótel á svæðinu. Rækjuverksmiðja er að fara af stað með vorinu, verkefnastaða iðnaðarmanna er með ágætum, opnun Héðinsfjarðarganga færist nær, framhaldsskóli í sveitarfélaginu er í burðarliðnum og fleira mætti nefna.
Svo er mannlífið kapítuli út af fyrir sig því þar er meira nóg um að vera fyrir þá sem það vilja, þeir sem vilja geta líka haldið áfram að nöldra yfir því að hér sé ekkert um að vera, það er þeirra mál. En ef við tökum dæmi úr félagslífinu þá eru hér t.d. 7 íþróttafélög með öflugt starf sem flestir eiga greiðan aðgang að og að sjálfsögðu okkar frábæra skíðasvæði, hér er mjög góður tónlistarskóli þar sem jafnt börn sem fullorðnir geta menntað sig, hér eru þrír kórar starfandi í augnablikinu, blandaður kór, kór eldri borgara og kirkjukórinn, hér er öflugt ferðafélag, Ferðafélag Siglufjarðar, sem bíður upp á skemmtilegar og áhugaverðar ferðir, Leikfélag Siglufjarðar hefur starfað af krafti um árabil, þrjár kvennasmiðjur sem vinna m.a. með leir og postulín, hér er Kiwanis, Lions, Frímúrarar, Kvenfélag, Systrafélag kirkjunnar, Skógræktarfélag, Sjálfsbjörg, félög um uppbyggingu safna, s.s. Síldarminjasafns og Þjóðlagaseturs, mjög öflugt Félag eldri borgarara og áfram mætti telja. Starfið í félagsmiðstöðinni Æskó er til mikillar fyrirmyndar og opnunartími með því sem mesta sem gerist, hér eru reglulega haldnir tónleikar og hinar ýmsu skemmtanir þar sem jafnt heimamenn sem landsþekktir listamenn koma fram (nema hvort tveggja sé) og svona væri hægt að halda áfram og fylla nokkrar blaðsíður. Á næstu dögum hef ég hugsað mér að fjalla aðeins nánar um þá þætti sem að ofan eru taldir lið fyrir lið.
Ég trúi því að bjart sé framundan hjá okkur, tækifærin eru mörg það er aðeins að grípa þau og framkvæma, ekki að bíða eftir að einhver annar geri hlutina fyrir okkur, þá gerist ekkert. Ég get ekki hugsað mér betri stað til að búa á og ala upp mín börn, í frelsi og nálægð náttúrunnar og með þetta iðandi og góða mannlíf. Flesta daga brosi ég út í bæði, aðra út í annað.
Já, sól er yfir Siglufirði og Siglfirðingum þrátt fyrir allt krepputal, niðurskurð, stjórnarkreppu og niðursveiflu. Blessað góðærið sneyddi nú að mestu framhjá okkur og við verðum ekki svo mjög vör við kreppuna margumtöluðu. Og það er bara nokkuð bjart framundan hjá okkur hér í hánorðri, stórhuga menn byggja nú upp glæsilega ferðaþjónustu hér á staðnum þar sem gömul fiskverkunarhús fá ný hlutverk og smábátahöfnin og nágrenni hennar verður iðandi af mannlífi, jafnvel verður byggt glæsilegt hótel á svæðinu. Rækjuverksmiðja er að fara af stað með vorinu, verkefnastaða iðnaðarmanna er með ágætum, opnun Héðinsfjarðarganga færist nær, framhaldsskóli í sveitarfélaginu er í burðarliðnum og fleira mætti nefna.
Svo er mannlífið kapítuli út af fyrir sig því þar er meira nóg um að vera fyrir þá sem það vilja, þeir sem vilja geta líka haldið áfram að nöldra yfir því að hér sé ekkert um að vera, það er þeirra mál. En ef við tökum dæmi úr félagslífinu þá eru hér t.d. 7 íþróttafélög með öflugt starf sem flestir eiga greiðan aðgang að og að sjálfsögðu okkar frábæra skíðasvæði, hér er mjög góður tónlistarskóli þar sem jafnt börn sem fullorðnir geta menntað sig, hér eru þrír kórar starfandi í augnablikinu, blandaður kór, kór eldri borgara og kirkjukórinn, hér er öflugt ferðafélag, Ferðafélag Siglufjarðar, sem bíður upp á skemmtilegar og áhugaverðar ferðir, Leikfélag Siglufjarðar hefur starfað af krafti um árabil, þrjár kvennasmiðjur sem vinna m.a. með leir og postulín, hér er Kiwanis, Lions, Frímúrarar, Kvenfélag, Systrafélag kirkjunnar, Skógræktarfélag, Sjálfsbjörg, félög um uppbyggingu safna, s.s. Síldarminjasafns og Þjóðlagaseturs, mjög öflugt Félag eldri borgarara og áfram mætti telja. Starfið í félagsmiðstöðinni Æskó er til mikillar fyrirmyndar og opnunartími með því sem mesta sem gerist, hér eru reglulega haldnir tónleikar og hinar ýmsu skemmtanir þar sem jafnt heimamenn sem landsþekktir listamenn koma fram (nema hvort tveggja sé) og svona væri hægt að halda áfram og fylla nokkrar blaðsíður. Á næstu dögum hef ég hugsað mér að fjalla aðeins nánar um þá þætti sem að ofan eru taldir lið fyrir lið.
Ég trúi því að bjart sé framundan hjá okkur, tækifærin eru mörg það er aðeins að grípa þau og framkvæma, ekki að bíða eftir að einhver annar geri hlutina fyrir okkur, þá gerist ekkert. Ég get ekki hugsað mér betri stað til að búa á og ala upp mín börn, í frelsi og nálægð náttúrunnar og með þetta iðandi og góða mannlíf. Flesta daga brosi ég út í bæði, aðra út í annað.
Athugasemdir