Spurt og svarað

Spurt og svarað Samfylkingin hélt flokksráðsfund um helgina sem hefur fengið talsverða umfjöllun í fjölmiðlum. Að venju hnýtti forsætisráðherrann í

Fréttir

Spurt og svarað

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason
Samfylkingin hélt flokksráðsfund um helgina sem hefur fengið talsverða umfjöllun í fjölmiðlum. Að venju hnýtti forsætisráðherrann í samstarfsfólk sitt í ríkisstjórn sem er að verða frekar að venju en undantekningu á samkomum Samfylkingarinnar. Ég geri mér hinsvegar grein fyrir því að svona málflutningur er meira ætlaður til heimabrúks en annars svo ég læt það ekki pirra mig að neinu marki.Flokksráð Samfylkingarinnar samþykkti ályktun um sjávarútvegsmál þar sem því var beint til formanns slokksins að hún „beiti sér fyrir á Alþingi að samstaða náist um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um; að aflaheimildir (kvóti) verði innkallaður t.d. á 20 árum og boðnar til endurúthlutunar gegn gjaldi“ eins og segir í ályktuninni.
Allt er þetta gott og gilt. Sjálfur hélt ég að ný fiskveiðistjórn yrði mótuð á þeim niðurstöðum sem Sáttanefnd ríkisstjórnarinnar komst að á síðasta ári enda var það markmið hennar að móta tillögur í þeim efnum. Í bókun fulltrúa stjórnarflokkanna í þeirri nefnd kemur fram að ekki hafi verið stuðningur við það í nefndinni að fara þá leið sem Samfylkingin leggur til að kosið verði um í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þau gögn sem nefndin aflaði sér um málið benda til þess að innköllunarleið Samfylkingarinnar muni leiða til mikillar upplausnar og gjaldþrota í sjávarútvegi og valda miklum usla í íslensku efnahagslífi. Fulltrúar stjórnarflokkana leggja því til að farin verði önnur og tryggari leið að sama marki sem skapi sjávarútveginum góðan rekstrargrunn til langs tíma gegn tilteknum ströngum skilyrðum og gjaldi fyrir nýtingarréttinn. Í bókun fulltrúa stjórnarflokkanna sem sjá má í skýrslu Sáttanefndarinnar segir eftirfarandi um þetta á bls. 72: „Önnur leið (önnur en sk. tilboðsleið) að sama marki, sk. samningaleið, var einnig mikið rædd og felst í að innkalla aflaheimildir og úthluta þeim aftur með leigu- eða afnotasamningum. Við teljum þess virði að fara þessa leið ef hún má verða til frekari sáttar meðal þjóðarinnar og hagsmunaaðila um fiskveiðistjórnunarkerfið.”
Í þessu ljósi má ætla að ef af þjóðaratkvæðagreiðslu verður eins og flokksráð Samfylkingarinnar leggur til að verði gæti spurningin sem lögð verður fyrir kjósendur hljómað eitthvað á þennan veg:
„Samkvæmt niðurstöðum nefndar um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða (Sáttanefndar) gæti fyrning aflaheimilda á 20 árum, líkt og Samfylkingin leggur til að gert verði, leitt til fjöldagjaldþrots í sjávarútvegi um land allt. Ertu fylgjandi eða andvíg/ur þeirri leið?“

Athugasemdir

06.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst