Styrkur til Ljóðasetursins

Styrkur til Ljóðasetursins Á dögunum var ég beðinn um að mæta á fund hjá Kiwanismönnum og kynna fyrir þeim áform mín um Ljóðasetur á Siglufirði.  Ég tók

Fréttir

Styrkur til Ljóðasetursins

Þórarinn Hannesson
Þórarinn Hannesson
Á dögunum var ég beðinn um að mæta á fund hjá Kiwanismönnum og kynna fyrir þeim áform mín um Ljóðasetur á Siglufirði.  Ég tók því boði að sjálfsögðu fegins hendi, mætti til þeirra á fund í gærkvöldi og sagði þeim upp og ofan af tilurð þessarar hugmyndar og hvernig ég sæi fyrir mér að starfsemi setursins yrði.Lauk ég máli mínu með því að kveða fyrir þá fallegt siglfirskt kvæðalag við texta eftir Þorstein Erlingson úr bók hans Þyrnar sem mér áskotnaðist á dögunum.  Fékk hugmyndin góðar viðtökur Kiwanismanna og voru þessir heiðursmenn svo rausnarlegir að afhenda mér styrk að upphæð 50.000 kr til uppbyggingarinnar auk boðs um vinnuframlag ef ég hefði einhver verkefni fyrir þá við uppbygginguna.  Kann ég þeim bestu þakkir fyrir hlýhug og stuðning við þessa hugmynd mína.

Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst