Svifrykið: Athyglisverð niðurstaða þýskrar rannsóknar

Svifrykið: Athyglisverð niðurstaða þýskrar rannsóknar Niðurstöður rannsóknar sem náði til fjögurra borga í suðvesturhluta Þýskalands er nokkuð

Fréttir

Svifrykið: Athyglisverð niðurstaða þýskrar rannsóknar

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Niðurstöður rannsóknar sem náði til fjögurra borga í suðvesturhluta Þýskalands er nokkuð athyglisverð.  Umferðarstýring eða takmörkun umferðar í borgunum fjórum hefur hefur lítil áhrif á magn svifryks eða PM10.  Hins vegar eru það veðurfarslegir þættir sem eru mest ráðandi þegar kemur að háum gildum svifryksins hverju sinni.

Í raun á þetta ekki að koma á óvart, hér á landi, þ.e. á höfuðborgarsvæðinu verður svifryk sjaldnast til vandræða nema þegar nokkrir veðurþættir leggjast saman.  Hins vegar skortir nokkuð á hér á að bornir séu saman svifrykstoppar í sambærilegu veðurlagi, annan að morgni segjum mánudags, en hinn á sunnudegi þegar umferðin er lítil.

Það er Jutta Rost frá veðurfræðideild háskólans í Freiburg sem fyrir þessari þýsku rannsókn og birt er í Inernational Journal of Environment and Pollution.Greining gagnanna frá borgunum fjórum leiddi það það í ljós að þeir þættir sem voru mest ráðandi um styrk toppa svifryksins voru annars vegar úrkoma eða öllu heldur lengd tímabils þurrks (götur ekki blautar) og síðan hversu djúpt hitahvarfið við jörðu væri eða það loftlag sem takmarkar  lóðrétta blöndun við eftir loftlög.  Skoðaðir voru fjölmargir veðurfarslegir þættir og umferðarþunginn jafnframt mældur í bak og fyrir.

Í miðri Evrópu getur hitahvarf við jörð orðið afar stöðugt og langvarandi þegar engir vindar blása svo dögum eða viku skiptir.  Dýpt þess getur þá numið 200-300 m. eða meira og öll mengun sem sleppt er út í andrúmsloftið safnast þá upp við kalt yfirborðið á meðan hlýrra loft flýtur ofan á.  Oft þarf hressilegar lægðir til að hræra upp í sollinum, nú eða þá að sólin tekur til við að verma yfirborðið ef langt er liðið á vetur.   

Suður í Evrópu eru það ekki nagladekk sem eru völd að smágerðum ögnum í andrúmslofti, heldur mestmegnis sót frá bílvélum og síðan alls kyns agnir frá iðnaði og annarri mannlegri starfssemi s.s. framkvæmdum af öllu mögulegu tagi.

Rannsókn þeirra Þjóðverjanna er álitin nýtast ágætlega í gerð reiknilíkana til að spá háum gildum mengunar af stærðinni PM10, svo vara megi fólk með öndunarfærasjúkdóm við í tíma. 


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst