Tækifærið er núna
http://bjoval.hexia.net | Rebel | 08.05.2009 | 02:22 | Robert | Lestrar 235 | Athugasemdir ( )
Væntanleg
ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar mun án vafa taka lög um
stjórn fiskveiða til endurskoðunar á kjörtímabilinu. Markmiðið með því
verður eftir sem áður að venda fiskistofna, efla atvinnu og byggð í
landinu og ná sátt meðal þjóðarinnar um nýtingu auðlinda sjávar. Um
þetta hef ég margsinnis fjallað í ræðu og riti á undanförnum árum. Ég
hef jafnramt varað við því að inngrip í stjórnkerfi fiskveiða verði til
þess að valda einhverskonar kollsteypu eða upplausn í greininni eða
samfélaginu almennt. Ég
vill að stjórnmálamenn, sjómenn, útgerðarmenn og aðrir aðila í
greininni setjist niður í þeim tilgangi að átta sig á þeim veilum sem
greinilega eru víða í stjórnkerfi sjávarútvegsins. Ég myndi vilja að
sett yrði upp einhverskonar módel eða reiknilíkan þar sem hægt væri að
gera sér nokkuð auðveldlega grein fyrir áhrifum hinna ýmsu breytinga á
stjórnkerfinu áður en til þeirra verður gripið. Þetta á jafnt við um
útgerðina, fiskvinnsluna, og samfélagið allt, enda er allt samfélagið í
raun undir þegar að sjávarútveginum kemur. Það ætti auðveldlega að vera
hægt að gera. Umræða um sjávarútveg hefur alla tíð verið mjög harkaleg
en að sama skapi skilað afar litlum árangri. Því verður að linna. Nú er
komið að því að við setjumst niður og ræðum málið af yfirvegun og
skynsemi og leitum lausna á þeim ágreiningsmálum sem uppi eru í
samfélaginu vegna sjávarútvegsins. Tækifærið er núna.
Athugasemdir