Það haustar snemma þetta vorið
Í tilefni sumardagsins fyrsta vil ég byrja á því að óska öllum gleðilegs sumars. Á Sigló er hinn sæmilegasti snjór þennan fyrsta sumardag 2015 og líklega flestir alveg hreint hundóánægðir með það og hugga sig við gömlu þjóðtrúnna "ef sumar og vetur frjósa saman þá veit það á gott sumar". Reyndar heyrði ég það fyrir mjög stuttu síðan að þetta með "ef sumar og vetur frjósa saman veit það á gott sumar" að hjá bændum hér í gamla daga þýddi þetta í raun og veru "vætusamt" sumar fyrri part sumars. Semsagt gott fyrir gróðurinn. Annars hef ég eiginlega mjög lítið vit á þjóðtrú, spádómum og gróður pælingum löngu genginna bænda. Og líklega hef ég bara frekar lítið vit á flest öllu held ég bara sem reyndar er alveg ógurlega gott. Það er alveg ótrúlega þægilegt að segja bara "ég bara veit það ekki" og "googlaðu það bara".
En í tilefni þess að sumardagurinn fyrsti er runninn upp og allir, eða allavega sem flestir eiga að vera með sól í sálu og sinni og hvað allar þessar geðsveiflur heita allar saman þá ákvað ég að "endurvinna" nokkrar myndir sem eiga það allar sameiginlegt að þær hafa allar birst á síðunni áður. Reyndar er ég að rembast við að vinna myndirnar mínar meira, semsagt að gera þær hlýlegri og skemmtilegri fyrir augað og sálina og sinnið þá líklega líka og þá alveg sérstaklega hlýlegar í tilefni sumardagsins. Stundum finnst mér ég meira að segja farið full langt í "warm it up" dæminu og hreinlega flippað út á "fídusa" dæminu öllu en það er bara stundum svoleiðis, maður gengur bara stundum of langt.
Eins og fyrr segir þá hafa þær allar komið hér áður en þá algjörlega ó-unnar og þær eiga það flestar sameiginlegt að þær eru af fólki að sinna störfum sínum, áhugamálum eða einhverju þeim tengdu.
Athugasemdir