Það er engin önnur leið fær

Það er engin önnur leið fær Íslendingar eiga engan annan raunhæfan möguleika en sækja um í ESB og seinna inngöngu í evrusamstarfið.  Nauðsynlegt er að

Fréttir

Það er engin önnur leið fær

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Íslendingar eiga engan annan raunhæfan möguleika en sækja um í ESB og seinna inngöngu í evrusamstarfið.  Nauðsynlegt er að nota þann meðbyr meðan stækkunarstjóri Sambandsins, Íslandsvinurinn og Finninn Olli Rhen, er við stjórnvölin.  Svíar eru að taka við formennsku í ESB sem eru okkur hagstætt, en erfiðara verður að eiga við Belga sem eru næstir í röðinni.

Það eru þrjár leiðir til fyrir Íslendinga í gjaldmiðlamálum.  Nota krónuna, sem er blindgata þar sem engin mun hafa traust á henni.  Einhliða upptaka gjaldmiðils sem er villuljós.  Engin möguleiki er að taka þá áhættu sem því fylgir þar sem þjóðin væri berskjölduð fyrir efnahagslegum þrengingum og enga peningamálastjórn.  Upptaka evru eftir inngöngu í ESB.  Sem er eina raunverulega leiðin ef Íslendingar vilja halda uppi öflugum utanríkisviðskiptum.

Sjálfstæðismenn sem berjast gegn þessu hafa ekki bent á neina aðra raunhæfa leið en virðast hafa inngöngu nánast eins og um trúaratriði væri að ræða.  Klisjan um að Íslendingar verði að afsala sér umráðaréttinum yfir auðlindum okkar stenst ekki skoðun.  Einhverra hluta vegna fást Sjálfstæðismenn ekki til að ræða þau mál efnislega og málefnalega.  Nota nánast samskonar frasa og andstæðingar kvótans hafa gert í gegnum tíðina.

Nú blasir alvaran við Íslendingum.  Þeir verða að varpa frá sér mikilmennskunni sem komið hefur þjóðinni í þau vandræði sem hún er í.  Takast á við málin af auðmýkt og taka ákvörðun sem bætir lífsgæði þjóðarinnar, en hugnast ekki bara þröngum hagsmunum minnihlutahópa


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst