Þessir þingmenn eiga að skammast sín og segja af sér

Þessir þingmenn eiga að skammast sín og segja af sér Björn Valur Gíslason, Steingrímur J. Sigfússon, Þór Saari og fleiri þingmenn hafa sýnt mikinn hroka

Fréttir

Þessir þingmenn eiga að skammast sín og segja af sér

Axel Jóhann Axelsson
Axel Jóhann Axelsson
Björn Valur Gíslason, Steingrímur J. Sigfússon, Þór Saari og fleiri þingmenn hafa sýnt mikinn hroka í dag, eftir áfellisdóm Landsdóms yfir pólitískri haturs- og hefndaraðgerð 33 þingmanna á hendur Geir H. Haarde með því að ákæra hann fyrir falskar sakargiftir.  Þann hroka hafa þeir sýnt með svörum sínum við niðurstöðu Landsdóms og með því að viðurkenna ekki skömm sína vegna aðildar sinnar að málinu.

Eftirtaldir 33 þingmenn urðu sjálfum sér og Alþingi til ævarandi skammar með því að samþykkja þessa einstæðu pólitísku sakargiftir, sem vitnað mun verða til svo lengi sem land byggist sem mestu niðurlægingar löggjafarþings Íslands:

Atli Gíslason, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgitta Jónsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Björn Valur Gíslason, Eygló Harðardóttir, Helgi Hjörvar, Huld Aðalbjarnardóttir, Jón Bjarnason, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Margrét Pétursdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Mörður Árnason, Oddný G. Harðardóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Siv Friðleifsdóttir, Skúli Helgason, Steingrímur J. Sigfússon, Svandís Svavarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þór Saari, Þráinn Bertelsson, Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson.

Ef þessir þingmenn hafa nokkurn snefil af manndómi, þá munu þeir allir segja af sér þingmennsku strax á morgun. Það er eina leiðin til að endurvekja virðingu Alþingis eftir þennan ömurlega og skammarlega gjörning.


mbl.is Full ástæða fyrir málarekstrinum

Athugasemdir

05.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst