Þjóð í umsátri !
Venjulegar hagfræðikenningar segja að myndist atvinnuleysi og kreppa í þjóðfélagi verði að auka opinber útgjöld og hallarekstur ríkisins.
Nú ríkja erfiðustu aðstæður í efnahag landsmanna sem aldrei fyrr. Þá boðar ríkisstjórnin gríðarlegar skattahækkanir og niðurskurð í þjónustu. 7 milljarða í heilbrigðiskerfinu ofan á öll þau glæstu niðurskurðarátök sem áður var búið að vinna í tíð fyrri ríkisstjórna. Nú skal loka og leggja niður á spítölunum segir landlæknir.
Hversvegna er þetta allt? Jú, vegna þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn heimtar þetta. Hann ætlar að skrifa hallalus fjárlög fyrir okkur. Þetta er allt til þess að við komum með hundruð milljarða í innistæðutryggingasjóð fyrir útlendinga.
Er ekki ástæða til þess að spyrja sig til hvers þessi Evrópuþjónkun kratanna er að leiða okkur?
Er ekki ástæða til að spyrja sig hvað skeður, ef við segjum við AGS, takk fyrir við erum hættir við lántökur hjá ykkur? V
Verðum við ekki að segja að við verðum að fresta Icesave samningum?.
Getum við ekki í stað þessa sett okkar eigin fjárlög eftir því sem við teljum best í neyð okkar?
Getum við nokkuð greitt úr innistæðutryggingasjóði af því að við þurfum að nota peningana í atvinnuleysistryggingasjóð ?
Verðum við ekki að framlengja í skuldum heimilanna um einhver ár meðan við erum að ná andanum ? er ekki fyrsta skylda okkar aði forða fjölskyldunum frá verðgangi ?
Geta skattahækkanir að kröfu AGS á hverfandi skattstofna leyst þann vanda sem við blasir ?
Getum við annað en að prenta einhverja peninga og taka á okkur verðbólguskatta ?
Getum við annað en að taka upp vegabréfaskyldu til landsins? Getum við nokkuð í bili tekið við erlendu vinnuafli hvað þá hælisleitendum ?
Getum við annað en rekið alla erlenda brotamenn úr landi því við eigum ekki fangelsi fyrir þá ?
Erum við ekki reiðubúinn að leggja allt EES undir til að bjarga þjóðinni ?
Eru ekki ekki opin sund og stríð önnur en núverandi helstefna ?
Getum við ekki róið á önnur mið en svörtuloft Evrópubandalagsins ?
Þjóðin er í umsátri !
Athugasemdir