Þjóðleg dagskrá í Þjóðlagasetri á 1. maí
toti7.123.is/# | Rebel | 30.04.2010 | 04:43 | Robert | Lestrar 273 | Athugasemdir ( )
Laugardaginn 1. maí verður boðið upp á þjóðlega dagskrá í Þjóðlagasetri
sr. Bjarna Þorsteinssonar hér á Siglufirði og hefur hún fengið nafnið
Húsgangarar og hagyrðingar. Hef ég verið beðinn að líta þar inn með
gítarinn og flytja eitthvað af mínum lögum, einnig að taka nokkrar
stemmur með kvæðamannafélaginu Fjallahnjúkum og síðast en ekki síst að
fá nokkra kvæðamenn með mér og kveðast aðeins á. Verður reynt að verða
við þessu af fremsta megni.
Athugasemdir