Þyrluflug upp á Hafnarhyrnu

Þyrluflug upp á Hafnarhyrnu Síðastliðinn miðvikudag bauðst mér að fá far með þyrlu upp á Hafnarhyrnu. Ég fékk að fljóta með þegar farið var með

Fréttir

Þyrluflug upp á Hafnarhyrnu

Síðastliðinn miðvikudag bauðst mér að fá far með þyrlu upp á Hafnarhyrnu.  

Ég fékk að fljóta með þegar farið var með starfsmenn Í.A.V. upp í fjallið en þeir eru að vinna við uppsetningu á snjóflóðavörnum í Hafnarhyrnu og Fífladölum. Og var ég þar í för með starfsmönnum Sigmanna sem eru að vinna þar fyrir Í.A.V. 

Flogið var með okkur í þyrlu á vegum Reykjavík Helicopters frá flugvellinum á Siglufirði. Flugleiðin lá yfir bæinn og upp yfir Hafnarhyrnu, yfir Hvanneyrarskálina og við settir úr á hryggnum sem liggur norðan við Hafnarhyrnuna sjálfa (ég vona að þessi örnefni séu rétt).

Flugmaður í ferðinni var Reynir Freyr Pétursson.  

Að sjálfsögðu tók ég nokkrar myndir (nánar tiltekið 543 myndir) í ferðinni og koma þær inn í dag eða á morgun.  

En ég tók myndband frá því ég fór upp í þyrluna og þangað til við lentum og ætla ég að byrja á því að sýna ykkur það.  Í byrjun myndbandsins er smá hraðspólun þar til tekið var á loft. En mér fannst það bara verða að vera með.

 

Hér er svo bein slóð á þetta á youtube.com : https://www.youtube.com/watch?v=8rwiKRYH-9c


Athugasemdir

24.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst