Til hamingju Íslendingar !
Í mínum huga og margra annarra eru þetta stórtíðindi í veðurfarssögu landsins. Í Stykkishólmi hefur nefnilega verið mældur hiti samfellt lengur en annars staðar á landinu. Til grundvallar þessu glæsilega veðurmeti liggur því saga mælinga til 165 ára.
Enn ein væna sumarbyrjunin á landinu er staðreynd það sem af er þessari öld, en júní 2003 og 2007 voru á landsvísu með þeim hlýrri. Það er að verða nokkuð um liðið síðan að upphaf sumarsins var markað kuldum og hægri gróðurframvindu, eins og svo algengt var síðustu þrjá áratugi 20. aldarinnar. Þetta sést ekki bara á því hvað trjágróður er allur vaxtarlegur heldur má segja að það sé að verða nánast regla að heyskapur bænda fari að mestu fram í júní, með undantekningum vitanlega.
En það er full ástæða til að óska öllum landsmönnum til hamingju með hitametið í Stykkishólmi !
Athugasemdir