Tjaldið í Héðinsfirðinum

Tjaldið í Héðinsfirðinum Jón Tryggvi hringdi í mig í kvöld og sagði mér frá því að einhver væri búinn að tjalda í Héðinsfirðinum. Ég sagði Jóni að ég væri

Fréttir

Tjaldið í Héðinsfirðinum

Jón Tryggvi hringdi í mig í kvöld og sagði mér frá því að einhver væri búinn að tjalda í Héðinsfirðinum. Ég sagði Jóni að ég væri nú ekki alveg að trúa þessu svona strax því ég veit að Jón getur verið stríðinn. Reyndar skil ég ekkert í fólki sem hefur gaman af því að stríða en það er nú allt annað mál. 
 
En Jón gafst ekki upp og forvitnin bar mig á endanum ofurliði þannig að ég fékk bílinn lánaðann hjá henni Ólöfu minni og hélt af stað inn í Héðinsfjörð. Reyndar var ég allan tímann að spá í það hvort Jón væri að gera at í mér og ég ætlaði aldrei að viðurkenna það að hafa vaðið af stað. Reyndar var ég sannfærður um það að hann væri að gera at í mér. Samt fór ég, í nagandi óvissu hvort þetta væri satt eða logið. Svona getur nú forvitnin verið ótrúlega sterk og margir hafa farið ótrúlega flatt á forvitninni. En það slapp í þettað skiptið.
 
Þegar ég kom í Héðinsfjörðinn sá ég mér bæði til léttis og furðu að þarna var tjald komið upp. Ég hitti á þá Stephen, Nash og Cody sem koma frá Wasington DC og voru þeir hinir hressustu. Þeir eru á ferðalagi um Ísland og voru eins og margir aðrir að skoða landið á fjallaskíðum. Eins og gefur að skilja var algjört myrkur seint að kvöldi í firðinum þannig að ég sá nú ekki andlitið á þeim þegar ég var að tala við þá og þeir sáu að sjálfsögðu ekki andlitið á mér. Reyndar hefði ég viljað sjá svipinn á þeim þegar ég spurði þá hvort þeir hefðu séð einhverja ísbirni á vappi þarna um kvöldið. Svo sagði ég, "listen, that sound was proboble one of them". Það var þrúgandi þögn í eyðifirðinum í smá tíma þangað til ég sagði þeim að ég væri að grínast og að ísbirnir væru ekki algengir gestir á Íslandi eins og þeir reyndar héldu (þangað til ég spurði þá). 
 
Það var óneitanlega sérstakt að sjá tjald í Héðinsfirði á þessum árstíma en samt sem áður skemmtilegt og gaman að spjalla við þá Stephen, Cody og Nash frá Wasington DC.
 
Hér eru svo myndir af tjaldinu þeirra og þeim sem teknar voru í kvöld.
 
HéðinsfjarðartjaldTjaldið góða.
 
Héðinsfjarðartjald
 
Héðinsfjarðartjald
 
Héðinsfjarðartjald
 
HéðinsfjarðartjaldHér eru þeir Stephen, Cody og Nash. Veit reyndar ekki hver er hvað.

Athugasemdir

02.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst