Veđurlagsspáin frá ţví í haust
a. Frekar hýtt á landinu. 1-2°C yfir meðalagi, einkum norðvestantil og norðanlands. 50-70% líkur að það verði í hlýjasta lagi (80% eða í efsta fimmtungi). Tímabilið var mjög kaflaskipt, í heild sinni hlýtt, en mjög kalda kafla gerði í október. Á Akureyri var hitinn um 1°ofan meðallags, en nær því vart að komast í efsta fimmtung. Nánari samanburður gæti þó leitt annað í ljós.
b. Fremur úrkomusamt verður um vestanvert landið miðað við meðaltal, en úrkoma í meðaltali eða þaðan af minna austan- og suðaustanlands. Meira um tilkomulítil, en rakaþrungin lægðardrög. Mjög úrkomusamt var sérstaklega framan af tímabilinu um sunnan- og vestanvert landið og aftur í lokin. Í heild sinni var úrkoma í magni talið klárlega ofan meðallags en eitthvað minni austantil. Reyndar rigndi þrisvar sinnum meðaltalið á Höfn í september einum.
c. Hærri þrýstingur yfir hafsvæðunum suðaustur af landinu og Skandinavíu. Lægðagangur hér við land minni og ómerkilegri heilt yfir en annars hér á haustin. Vantar gögn til að skoða þennan þátt af viti, vissulega vou nokkrar djúpar lægðir hér við land, en tíð SV-átt með úrkomu er afleiðing af háum þrýstingi, einkum suður af landinu.
d. Ríkjandi vindar verða frekar S og SV á kostnað A- og NA-átta. Þó ekki geti ég sýnt frá á vindáttatíðni tölulega, var SV-átt óvenju algeng lengst af og vindur blés sjaldnar úr austri, en A-áttin er annars tíð að haustlagi.
Athugasemdir