Veđurlagsspáin frá ţví í haust

Veđurlagsspáin frá ţví í haust Um mánađarmótin ágúst/september gerđist ég svo djarfur ađ spá í haustveđráttuna í heild sinni, ţ.e. fyrir tímabiliđ sept.

Fréttir

Veđurlagsspáin frá ţví í haust

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Um mánaðarmótin ágúst/september gerðist ég svo djarfur að spá í haustveðráttuna í heild sinni, þ.e. fyrir tímabilið sept. til nóv.  Rétt er að kanna hvernig til tókst !  Að neðan eru fjögur atriði sem dregin voru fram og athugasemdir koma á eftir með rauðu letri. 

a.  Frekar hýtt á landinu. 1-2°C yfir meðalagi, einkum norðvestantil og norðanlands. 50-70% líkur að það verði í hlýjasta lagi (80% eða í efsta fimmtungi).  Tímabilið var mjög kaflaskipt, í heild sinni hlýtt, en mjög kalda kafla gerði í október.  Á Akureyri var hitinn um 1°ofan meðallags, en nær því vart að komast í efsta fimmtung.  Nánari samanburður gæti þó leitt annað í ljós. 

b.   Fremur úrkomusamt verður um vestanvert landið miðað við meðaltal, en úrkoma í meðaltali eða þaðan af minna austan- og suðaustanlands. Meira um tilkomulítil, en rakaþrungin lægðardrög. Mjög úrkomusamt var sérstaklega framan af tímabilinu um sunnan- og vestanvert landið og aftur í lokin. Í heild sinni var úrkoma í magni talið klárlega ofan meðallags en eitthvað minni austantil.  Reyndar rigndi þrisvar sinnum meðaltalið á Höfn í september einum. 

c.  Hærri þrýstingur yfir hafsvæðunum suðaustur af landinu og Skandinavíu.  Lægðagangur hér við land minni og ómerkilegri heilt yfir en annars hér á haustin. Vantar gögn til að skoða þennan þátt af viti, vissulega vou nokkrar djúpar lægðir hér við land, en tíð SV-átt með úrkomu er afleiðing af háum þrýstingi, einkum suður af landinu.

d.  Ríkjandi vindar verða frekar S og SV á kostnað A- og NA-átta.  Þó ekki geti ég sýnt frá á vindáttatíðni tölulega, var SV-átt óvenju algeng lengst af og vindur blés sjaldnar úr austri, en A-áttin er annars tíð að haustlagi.  


Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst