Veðurútlitið helgina 14. til 16. ágúst
Útlit er fyrir blíða ágústdaga.
Föstudagur 14. ágúst:
Lítið
um að ver hér við land, minniháttar hæðarhryggur hér vesturundan.
Vindur verður því hæglátur og áttleysa. Fremur bjart yfir að líta á
mest öllu landinu og úrkomulaust. Þó skýjað að mestu við Breiðafjörð
og víða á Vestfjörðum og spáð er minniháttar vætu þar a.m.k. um tíma.
Þá verður þokan þaulsætin við Austfirði. Hitinn verður þetta 14 til 18
stig allvíða, en hafgola og svalara við sjávarsíðuna.
Laugardagur 15. ágúst:
Hæðarhryggurinn svo að
segja yfir landinu og léttskýjað framan af degi um mest allt land.
Bólstramyndun síðdegis og sums staðar fjallaskúrir t.a.m. á
suðurhálendinu, en síður við sjóinn. Vindur hægur, lítið eitt austlægur
ef eitthvað er. Svipaður hiti áfram, en kólnar nokkuð í næturhúminu
þegar svona stillt er.
Sunnudagur 16. ágúst:
Lítið
eitt ákveðnari austanátt við suðurströndina vegna myndarlegrar lægðar
sem stefnir á Bretlandseyjar. Í stórum dráttum góðviðri hér áfram.
Fyrir utan þokubakka með Austfjörðum og norðausturströndinni ætti viða
að sjást til sólar og úrkomulaust er að sjá um land allt. Fyrirvari þú
um síðdegisskúri hér og þar. Hiti sæmilegur, ekkert sérlega hlýtt, en
milt engu að síður.
Athugasemdir