Vélsleðadeildin hjá Björgunarsveitinni Strákum

Vélsleðadeildin hjá Björgunarsveitinni Strákum Það er frekar tíðindalítið og rólegt á Sigló akkúrat þessa stundina eftir veðurhvellinn sem skall á Sigló

Fréttir

Vélsleðadeildin hjá Björgunarsveitinni Strákum

Það er frekar tíðindalítið og rólegt á Sigló akkúrat þessa stundina eftir veðurhvellinn sem skall á Sigló fyrir stuttu síðan og við sögðum frá hér.

 
Björgunarsveitin var þar í aðalhlutverki eins og oft áður þegar eitthvað bjátar á.
 
Helgina eftir að umfjöllunin um Björgunarsveitina Stráka kom á Siglo.is var mér boðið í jeppaferð upp á Lágheiði með vini mínum Hjalta Gunnarssyni. Með í för voru fleiri valinkunnir jeppamenn eins og Guðni Sveins, Gummi Einars, Arnar Þór, Guðni Brynjar, Óli Siggi, Hannibal Páll og fleiri. Þegar á Lágheiðina var komið hittum við á strákana í Björgunarsveitinni sem voru á æfingu.
 
Strákarnir voru að æfa sig bæði á jeppa og vélsleða og að sjálfsögðu var myndavélin ekki langt unda en nú var hún notuð til þess að taka videó. Við sýndum fyrir stuttu síðan myndband af því þegar jeppinn hjá Björgunarsveitinni datt niður um gryfju og höggið á strákana sem í bílnum voru var þónokkuð. Reyndar er ég að klippa til annað videó frá jeppadeildinni hjá Strákum sem kemur síðar á síðuna. 
 
Eins er ég að gera myndband með strákunum sem ég fór með í jeppaferðina og að sjálfsögðu er stóri bíllinn þeirra Guðna Sveins og Gumma Einars þar í aðalhlutverki, enda ótrúleg græja sem virðist fara hreinlega allt án þess að hafa nokkuð fyrir því.
 
Videóið sem þið fáið að sjá núna er að mestu með vélsleðaæfingum. Það kannski lítur þannig út fyrir þá sem eru óvanir svona græjum að strákarnir séu bara að leika sér á sleðunum en ég get vottað það að þetta var æfing og algjör nauðsyn að þessir strákar kunni almennilega á græjurnar sem þeir eru með í höndunum og kunni að beita þeim vel og rétt í allavega veðri og aðstæðum.
 
Hörkuflottir strákarnir í Björgunarsveitinni.
 
 


Athugasemdir

02.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst