Verðum að standa við skuldbindingar okkar
Íslendingar verða að standa við skuldbindingar sínar hvað varðar IceSave reikningna.
Í fyrsta lagi eru við skuldbundin í gegnum EES samninginn, að ekki megi mismuna borgurum eftir þjóðerni. Með því að ábyrgjast innistæður Íslendinga í gömlu bönkunum, erum við skuldbundin til að gera slíkt hið sama gagnvart öðrum borgurum EES samningsvæðisins. Þetta er ein af grunnstoðum ESB og hluti af fjórfrelsisreglunni.Í öðru lagi erum við margbúin að undirgangast þetta og með ólíkindum að þjóð sem vill láta taka sig alvarlega í alþjóðasamfélaginu segi bara ,,við erum hætt við"
Íslendingar eru mjög háðir utanríkisviðskiptum. Við megum alls ekki við því að einangrast út i miðju Atlantshafi. Einu möguleikar okkar til að fá vind í seglin og stýra okkur út úr ógöngunum með endurreyastu trausti meðal samfélaga þjóðanna. Ekki að rústa því með því að gerast óreiðumenn.
Það er ekki að ástæðulausu sem engin stóð með okkur í IceSave málinu. Ekki einu sinni frændur okkar á norðurlöndunum. Það segir okkur hve slæmur málstaður okkar er, enn ekki að allar þjóðir Evrópu séu illmenni.
Í framhaldi verður þjóðin að leita nauðasamninga, en við getum alls ekki greitt erlendar skuldir okkar. Það er hinsvegar heiðarleg leið út út ógöngunum. Ekki vegur þorparans sem afneitar gildum sínum og virðingu fyrir réttu og röngu
Athugasemdir