Veruleikafirring
bjoval.hexia.net/faces/blog/list.do?face=bjoval | Rebel | 07.02.2009 | 16:01 | Robert | Lestrar 268 | Athugasemdir ( )
Jón
Gunnarsson þingmaður sjálfstæðisflokksins hefur fundið lykilinn að
endurreisn íslensks efnahagslífs. Hann telur að hvalveiðar muni reisa
Ísland úr þeirri öskustó sem sjálfstæðisflokkurinn kom landinu í. Það
er svo sem ekkert við því að segja að menn trúi slíkri dellu og geri
sér þ.a.l. ekki nokkra grein fyrir veruleikanum.
Slíkir menn eru veruleikafirrtir og eiga ekkert erindi á Alþingi Íslendinga við þær aðstæður sem við búum við í dag. Í eðlilegu árferði væri hægt að hafa gaman af svona náungum en það á ekki við í dag. Nú vill Jón þessi ræða um hvalveiðar á Alþingi á mánudaginn. Í vikunni sem er að líða eyddu sjálfstæðismenn dýrmætum tíma þingsins í að ræða um höfundarrétt frumvarpa á Alþingi og þvældust þar á eftir fyrir frumvarpi um breytingar á stjórn Seðlabankans sem svo ákaft hefur verið kallað á bæði hér heima og erlendis.Og núna vilja þeir eyða tímanum í umræður um hvalveiðar. Eins og sé nú ekki eitthvað þarfara um að ræða. Hvað með atvinnuleysið (hvalveiðar munu ekki leysa það)? Hvað með stöðu sjávarútvegsins (hvalveiðar munu ekki bjarga sjávarútveginum)? Hvað með yfirvofandi gjaldþrot í landbúnaðinum (hvalveiðar munu ekki koma í veg fyrir það)? Hvað með hræðilega stöðu heimilanna (hvalveiðar munu ekki koma heimilunum til bjargar)? Hvað með yfirvofandi gjaldþrotahrinu fyrirtækja (hvalveiðar munu ekki koma í veg fyrir það)? Hvað með lokun sjúkrahúsa (hvalveiðar munu ekki koma í veg fyrir það)? Hvað með yfirvofandi skerðingu í heilbrigðiskerfinu (hvalveiðar munu ekki koma í veg fyrir það)? Hvað með niðurskurðinn í menntamálum þjóðarinnar (hvalveiðar munu ekki koma í veg fyrir hann)? Hvað með yfirvofandi skerta félagslega þjónustu (hvalveiðar munu ekki koma í veg fyrir það)? Hvað með vaxandi biðlista aldraðra fyrir nauðsynlegri þjónustu (hvalveiðar munu ekki draga úr þeim)? Hvað með þá staðreynd að Íslendingar skulda nú slíkar upphæðir að vandséð er hvernig við eigum að getað staðið undir þeim sem þjóð (hvalveiðar munu ekki leysa það)? Svo fátt eitt sé til talið.
Hvernig væri að sjálfstæðismenn færu nú að taka sig taki, leita sér aðstoðar ef með þarf, og reyndu að horfast í augu við veruleikann eins og hann blasir við okkur öllum? Þar til það gerist eiga þeir ekki að vera að þvælast fyrir vinnandi fólki sem leggur nótt sem dag við að bjarga því sem bjargað verður úr frjálshyggjubálinu sem sjálfstæðisflokkurinn lagði að þjóðinni. Hvalveiðar kunna kannski einhvertímann að verða tímabærar en í guðs bænum snúum okkur að raunverulegum lausnum við vandanum sem við okkur blasir í stað þess að grauta endalaust í aukaatriðum sem engu máli skipta fyrir íbúa þessa lands. Tíminn líður - látum hann ekki líða til einskis.
Slíkir menn eru veruleikafirrtir og eiga ekkert erindi á Alþingi Íslendinga við þær aðstæður sem við búum við í dag. Í eðlilegu árferði væri hægt að hafa gaman af svona náungum en það á ekki við í dag. Nú vill Jón þessi ræða um hvalveiðar á Alþingi á mánudaginn. Í vikunni sem er að líða eyddu sjálfstæðismenn dýrmætum tíma þingsins í að ræða um höfundarrétt frumvarpa á Alþingi og þvældust þar á eftir fyrir frumvarpi um breytingar á stjórn Seðlabankans sem svo ákaft hefur verið kallað á bæði hér heima og erlendis.Og núna vilja þeir eyða tímanum í umræður um hvalveiðar. Eins og sé nú ekki eitthvað þarfara um að ræða. Hvað með atvinnuleysið (hvalveiðar munu ekki leysa það)? Hvað með stöðu sjávarútvegsins (hvalveiðar munu ekki bjarga sjávarútveginum)? Hvað með yfirvofandi gjaldþrot í landbúnaðinum (hvalveiðar munu ekki koma í veg fyrir það)? Hvað með hræðilega stöðu heimilanna (hvalveiðar munu ekki koma heimilunum til bjargar)? Hvað með yfirvofandi gjaldþrotahrinu fyrirtækja (hvalveiðar munu ekki koma í veg fyrir það)? Hvað með lokun sjúkrahúsa (hvalveiðar munu ekki koma í veg fyrir það)? Hvað með yfirvofandi skerðingu í heilbrigðiskerfinu (hvalveiðar munu ekki koma í veg fyrir það)? Hvað með niðurskurðinn í menntamálum þjóðarinnar (hvalveiðar munu ekki koma í veg fyrir hann)? Hvað með yfirvofandi skerta félagslega þjónustu (hvalveiðar munu ekki koma í veg fyrir það)? Hvað með vaxandi biðlista aldraðra fyrir nauðsynlegri þjónustu (hvalveiðar munu ekki draga úr þeim)? Hvað með þá staðreynd að Íslendingar skulda nú slíkar upphæðir að vandséð er hvernig við eigum að getað staðið undir þeim sem þjóð (hvalveiðar munu ekki leysa það)? Svo fátt eitt sé til talið.
Hvernig væri að sjálfstæðismenn færu nú að taka sig taki, leita sér aðstoðar ef með þarf, og reyndu að horfast í augu við veruleikann eins og hann blasir við okkur öllum? Þar til það gerist eiga þeir ekki að vera að þvælast fyrir vinnandi fólki sem leggur nótt sem dag við að bjarga því sem bjargað verður úr frjálshyggjubálinu sem sjálfstæðisflokkurinn lagði að þjóðinni. Hvalveiðar kunna kannski einhvertímann að verða tímabærar en í guðs bænum snúum okkur að raunverulegum lausnum við vandanum sem við okkur blasir í stað þess að grauta endalaust í aukaatriðum sem engu máli skipta fyrir íbúa þessa lands. Tíminn líður - látum hann ekki líða til einskis.
Athugasemdir