Við erum öll Pólverjar
WWW.Deiglan.com | Rebel | 12.11.2008 | 22:56 | Robert | Lestrar 318 | Athugasemdir ( )
Undanfarin ár, þegar ástandið á Íslandi var hvað best, og menn töldu (ranglega) að Ísland væri ríkasta land í heimi,
þá varð það stundum talið ásættanlegt hjá furðulega miklum fjölda fólks að tala illa um útlendinga sem komu hingað
til að vinna.
Iðulega var talað illa um pólska verkamenn sem einhvernveginn voru allir útgáfa af sama manninum. Sumir töldu að hreinlega væri um að ræða þjóð sem væri ekki íslendingum samboðin og skipti þá engu máli smávægileg rök eins og sú staðreynd að þeir hefðu unnið fleiri nóbelsverðlaun, ólympíugull og danskeppni Júróvision heldur en Íslendingar.
Ástæða þess að svona margt fólk kom til Íslands á sínum tíma var sú gríðarlega þensla sem var á vinnumarkaði. EES samningurinn gerði það að verkum að það var mögulegt að færa vinnuafl á þann stað þar sem þörfin var mest á hverjum tíma (þeas Íslandi). Núna, þegar það er samdráttur í hagkerfinu þá fer þetta vinnuafl að stóru leyti frá landinu aftur. Samkvæmt Morgunkorni Glitnis í morgun hefur erlendu vinnuafli á landinu fækkað um milli 5 og 6 þúsund síðan í Júlí á þessu ári. Það jafngildir 3% af vinnuaflinu í landinu.
Í núverandi krísuástandi virðist sem Ísland eigi sér enga vini og Íslendingar í útlöndum finna nú vel fyrir því hvernig það er að láta þröngsýnt fólk innan nágrannaþjóða sinna tala niður til sín. Við eigum að draga lærdóm af þessu. Í fyrsta lagi getum við ekki ætlast til þess að komið sé vel fram við okkur í útlöndum nema við komum frábærlega fram við erlent fólk sem sækir okkur heim til lengri eða skemmri tíma og jafnvel ákveður að gera þetta land að sínu heimalandi. Þú getur ekki breytt hegðun annarra, þú getur bara breytt þinni eigin hegðun. Einnig verðum við að koma vel fram við þá sem hafa sýnt okkur vinaþel í ástandinu.
Póland, óumbeðið, lánaði okkur svo fjármagn til þess að byggja okkur upp þegar við stóðum illa. Það var svo sannarlega til fyrirmyndar. Pólverjar sem og aðrir útlendingar eiga það skilið að það sé vel komið fram við þá hér á landi.
Iðulega var talað illa um pólska verkamenn sem einhvernveginn voru allir útgáfa af sama manninum. Sumir töldu að hreinlega væri um að ræða þjóð sem væri ekki íslendingum samboðin og skipti þá engu máli smávægileg rök eins og sú staðreynd að þeir hefðu unnið fleiri nóbelsverðlaun, ólympíugull og danskeppni Júróvision heldur en Íslendingar.
Ástæða þess að svona margt fólk kom til Íslands á sínum tíma var sú gríðarlega þensla sem var á vinnumarkaði. EES samningurinn gerði það að verkum að það var mögulegt að færa vinnuafl á þann stað þar sem þörfin var mest á hverjum tíma (þeas Íslandi). Núna, þegar það er samdráttur í hagkerfinu þá fer þetta vinnuafl að stóru leyti frá landinu aftur. Samkvæmt Morgunkorni Glitnis í morgun hefur erlendu vinnuafli á landinu fækkað um milli 5 og 6 þúsund síðan í Júlí á þessu ári. Það jafngildir 3% af vinnuaflinu í landinu.
Í núverandi krísuástandi virðist sem Ísland eigi sér enga vini og Íslendingar í útlöndum finna nú vel fyrir því hvernig það er að láta þröngsýnt fólk innan nágrannaþjóða sinna tala niður til sín. Við eigum að draga lærdóm af þessu. Í fyrsta lagi getum við ekki ætlast til þess að komið sé vel fram við okkur í útlöndum nema við komum frábærlega fram við erlent fólk sem sækir okkur heim til lengri eða skemmri tíma og jafnvel ákveður að gera þetta land að sínu heimalandi. Þú getur ekki breytt hegðun annarra, þú getur bara breytt þinni eigin hegðun. Einnig verðum við að koma vel fram við þá sem hafa sýnt okkur vinaþel í ástandinu.
Póland, óumbeðið, lánaði okkur svo fjármagn til þess að byggja okkur upp þegar við stóðum illa. Það var svo sannarlega til fyrirmyndar. Pólverjar sem og aðrir útlendingar eiga það skilið að það sé vel komið fram við þá hér á landi.
Athugasemdir