Viðbrigði - snjókoma og vetrarfærð

Viðbrigði - snjókoma og vetrarfærð Þegar þetta er skrifað að morgni 1. nóvember snjóar víða um land. Nokkuð dimm hríð er víðast norðanlands og austan

Fréttir

Viðbrigði - snjókoma og vetrarfærð

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Þegar þetta er skrifað að morgni 1. nóvember snjóar víða um land. Nokkuð dimm hríð er víðast norðanlands og austan frá skilum lægðar sem eru á norðurleið. Eins hefur verið ofankoma á Snæfellsnesi, í ofanverðum Borgarfirði og við Breiðafjörð og á Vestfjörðum.Í gærkvöldi gerði snjóföl víða sunnan- og suðvestanlands en við tók væg hláka í kjölfarið á láglendi. Þó svo að hiti sé yfir frostmarki víðast hvar á láglendi, þarf ekki að fara hátt til að fá á sig snjókomu eða krapa

Það má eiginlega segja að veturinn hafi hafið innreið sína nokkuð snögglega og eiginlegt haust farið að mestu hjá þetta árið. Hálfgert sumarveður ríkti alveg fram undir 18. október, en eftir það kólnaði og síðustu dagana hefur tíðin verið heldur köld og hreinræktuð vetrarveðrátta minnt á sig.

Mikil hitastigull frá norðvestri suðaustur yfir landið markar veðrið hjá okkur.  Hann stuðlar að NA-átt og auknum líkindum á hríðarveðri um norðanvert landið.  Spáð er hvassviðri og talsverðri ofanhríð á Vestfjörðum í nótt og á morgun.  Norðan- og norðaustanlands skánar veður um tíma síðar í dag, en versnar síðan aftur með N-hvassviðri og hríðarveðri.  Mildara verður norðaustanlands og þar fellur úrkoman sem rigning eða slydda á láglendi, en snjókoma þó á fjallvegum.

Næstu daga og reyndar í vikunni verður því heldur vetrarlegt um að litast, sértsaklega norðan- og norðvestantil, þó hægi nú vindinn eftir miðja viku.  

Mynd: mbl.is/RAX


Athugasemdir

08.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst