Viðbrigði - snjókoma og vetrarfærð
Það má eiginlega segja að veturinn hafi hafið innreið sína nokkuð snögglega og eiginlegt haust farið að mestu hjá þetta árið. Hálfgert sumarveður ríkti alveg fram undir 18. október, en eftir það kólnaði og síðustu dagana hefur tíðin verið heldur köld og hreinræktuð vetrarveðrátta minnt á sig.
Mikil hitastigull frá norðvestri suðaustur yfir landið markar veðrið hjá okkur. Hann stuðlar að NA-átt og auknum líkindum á hríðarveðri um norðanvert landið. Spáð er hvassviðri og talsverðri ofanhríð á Vestfjörðum í nótt og á morgun. Norðan- og norðaustanlands skánar veður um tíma síðar í dag, en versnar síðan aftur með N-hvassviðri og hríðarveðri. Mildara verður norðaustanlands og þar fellur úrkoman sem rigning eða slydda á láglendi, en snjókoma þó á fjallvegum.
Næstu daga og reyndar í vikunni verður því heldur vetrarlegt um að litast, sértsaklega norðan- og norðvestantil, þó hægi nú vindinn eftir miðja viku.
Mynd: mbl.is/RAX
Athugasemdir