Vítaspyrnukeppni Sigurjóns
sksiglo.is | Rebel | 14.08.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 1053 | Athugasemdir ( )
Einn góðviðrisdag fyrir verslunarmannahelgi fór fram vítaspyrnukeppni
á sparkvellinum á skólaballanum.
Sem betur fer fyrir sérstaklega 2 keppendur voru fáir áhorfendur. En keppendur
í vítaspyrnukeppninni voru, Guðmundur Þorgeirsson, Sigurður Ægisson, Sigurjón Sigtryggsson, og Hrólfur Baldurs. Markvörður var
Aðalsteinn Arnarsson
Sérstaklega 2 af keppendunum í vítaspyrnukeppninni voru hreint út sagt arfa
slakir og meiga muna fífil sinn fegurri í keppnum eins og þessum, en það voru þeir Sigurður og Hrólfur. Jafnvel hafa þeir aldrei átt neitt
sérstaklega fagra fífla í svona íþróttakeppnum. Sem betur fer fyrir þá voru fáir að fylgjast með og má segja að
það hafi verið einskær heppni að þeir hafi náð að skora sitt hvort markið.
Reglurnar voru þannig að 10 skot voru tekin með vinstri fæti og 10 með
hægri. Aðeins fjögur mörk voru skoruð í keppninni og ekkert mark var skorað með vinstri.
Úrslit fóru þannig :
Sigurjón 2 mörk.
Sigurður 1 mark (sem er óskiljanlegt).
Hrólfur 1 mark
Guðmundur 0 mark.
Þess má geta að Guðmundur eða Mummi var óheppin að skora ekki
úr sínum spyrnum og átti hann mörg hörkugóð skot að marki. Í september næskomandi verður svo vítaspyrnukeppni Mumma
þar sem yngri kynslóðir fá að spreyta sig á vítaspyrnunum.
Alli Arnars var líka hörkugóður í markinu og hann sást oft brosa
þegar einhverjar spyrnurnar voru teknar og þá sérstaklega þegar Sigurður Ægisson tók spyrnu. Reyndar brostu allir viðstaddir þegar Siggi
hleypti af. Og í eitt skiptið var það svoleiðis að Sigurður hleypur alls ekki beint laufléttum sporum að boltanum og tekur þessa ansi hreint
lélegu spyrnu að Alli fór að hlæja áður en Siggi náði að skjóta. Siggi var meira að segja svo lélegur að hann gæti
verið með klukkutíma langt uppistand, bara með vítaspyrnuskotum og hreinlega allir myndu veltast um af hlátri við að horfa á aðfarirnar.
Hrólfur (semsagt ég) var hins vegar alveg sérstaklega lipur með boltann og
náði alveg hörkugóðum skotum að marki, þó svo að ég segi sjálfur frá. Ég sá óttann í augunum á
Alla þegar ég hljóp laufléttum skrefum í átt að boltanum og í eitt skiptið þá hélt ég að Alli mundi hlaupa
frá markinu. Þið megið alls ekki taka þessu sem grobbi, svona var þetta nú einu sinni bara. Og ég var ekki einu sinni í
fótboltafötum.
Sigurjón sigraði mótið með glæsibrag og þarf víst ekkert
að fara nánar út í það að drengurinn er hörku góður í vítaspyrnukeppnum.
Svo koma nokkrar myndir sem hún Ella Maja (það á að vera Maja en ekki
Mæja ef einhver væri að velta því fyrir sér) tók á meðan keppni stóð og náði hún mörgum góðum myndum
sem eru hér fyrir neðan.
Sigurjón að hita upp.
Mummi í upphitun.
Alli alveg klár.
Mummi að hita upp.
Mummi að skjóta að marki.
Siggi að skjóta. Eins og sést þá fer þetta aaaaaaaalveg laaaaangt framhjá.
Hér sést áhorfaendaskarinn. Halli Páls sést á miðri mynd.
Sigurjón.
Hrólfur(ég). Þvílíkir taktar.
Hér er Siggi næstum því dottinn aftur fyrir sig eftir spyrnu.
Mummi að skjóta að marki.
Mummi með þrumuskot.
Hér eru Sigurjón, Mummi og Hrólfur að dást að einhverju skoti hjá Sigga.
Sigurjón að skora samskeitin inn.
Og Alli varði eins og herforingi.
Stundum varði hann ekki alveg eins og herforingi. Ég hef reyndar aldrei áður séð markvörð skjóta sér svona hratt í
fósturstellinguna þegar vítaskot ríður af. Ég hlýt bara að vera svona skotfastur.
Sigujón og Mummi eftir keppni.
Og svo allur hópurinn og sigurvegarinn fremst. Frá vinstri. Alli Arnars, Siggi Ægis, Hrólfur Bald, Mummi Þorgeirs og Sigurjón Sigtryggs fyrir
framan.
Og svo ein mynd af ljósmyndaranum, henni Ellu Maju.
Athugasemdir