Walker eykur áhættuna vegna Icesave

Walker eykur áhættuna vegna Icesave Malcolm Walker, stjórnarformaður verslunarkeðjunnar Iceland, virðist hafa sterk tök á skilanefnd

Fréttir

Walker eykur áhættuna vegna Icesave

Axel Jóhann Axelsson
Axel Jóhann Axelsson

Malcolm Walker, stjórnarformaður verslunarkeðjunnar Iceland, virðist hafa sterk tök á skilanefnd Landsbankans varðandi sölu á keðjunni, enda með forkaupsrétt að henni með ákvæði í samningi sínum frá 2005 um heimild til að ganga inn í hvert það tilboð, sem kann að verða gert í fyrirtækið.

Í fréttinni kemur þetta fram, m.a:  "Walker er sagður hafa klásúlu í samningi sem hann gerði við félagið árið 2005, en samkvæmt henni býðst honum að jafna hvert það boð sem gert er áður en því er tekið. Hann geti því andað rólega þó hann hverfi úr hringiðunni í tvo mánuði."

Þessi samningur hlýtur að flækjast verulega fyrir sölumöguleikum Landsbankans á keðjunni, þar sem hugsanlegir kaupendur hljóta að hika við að leggja inn tilboð, sem vitað er að Walker geti gengið inn í, sýnist honum svo.  Einnig getur þetta leitt til þess að enginn leggi í að gera kauptilboð, nema í samvinnu við Walker, sem þá getur nokkurn veginn ráðið tilboðsupphæðinni og söluverðið verði því mun lægra en annars hefði getað orðið, án þessa samnings.

Skilanefnd Landsbankans er í greinilegri klemmu vegna Iceland og söluverð keðjunnar mun ráða úrslitum um getu Landsbankans til að greiða forgangskröfu tryggingasjóðsins, Breta og Hollendinga vegna Icesave.

Um leið er þetta samningsákvæði Walker's stór áhættuþáttur fyrir íslenska skattgreiðendur, fari svo að þrælalögin verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl n.k.


Athugasemdir

06.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst