Lítið brot af togarasögu Siglfirðinga
sksiglo.is | Fróðleikur | 15.03.2009 | 11:30 | | Lestrar 604 | Athugasemdir ( )
Siglfirðingar margir hverjir lifa enn á fornri frægð, ekki aðeins hvað síldarævintýrin forðum varðar og útgerð sem þeim fylgdi, heldur einni annarri útgerð sem minna hefur farið fyrir í umfjöllun, það er togaraútgerð.
Fréttin hér til hliðar er úr Vísir, en hér neðar eru nokkur lítil dæmi um framhald þeirrar sögu ofl.
Frétt frá Stefáni Friðbjarnarsyni í Morgunblaðinu frá árinu 1964:>
SIGLUFIRÐI, 9. júlí.
HINN nýi skuttogari, SIGLFIRÐINGUR SI 150, kom til Siglufjarðar aðfaranótt mánudags 6. júlí.
Skipið hélt út á veiðar aðfaranótt miðvikudags, en hefur enn ekkert fengið, enda engin veiði verið.
Skipið fór út með síldarnót af fullkomnasta tagi, en siðar er von á Þýsku flottrolli, sem ætlunin er að reyna í sumar.
Skipið er alger nýjung í skipastól Íslendinga. það er 270 tonn, búið öllum fullkomnustu tækjum. Á heimliðinni reyndist það vel; mestur siglingarhraði 12 mílur Skipið er eign Siglfirðings hf. en aðalhluthafar þess eru yfirmenn skipsins, Kaupfélag Siglfirðinga og framkvæmdastjóra félagsins Eyþór Hallsson.
Skipstjóri er Páll Gestsson, stýrimaður Axel Schiöth og 1. vélstjóri Agnar Þór Haraldsson; allt ungir Siglfirskir sjómenn.
Einnig á gamla vefnum okkar:
http://old2.sksiglo.is/gamli/morgunbl-6422.htm (sést betur með Internet Explorer)
Við þetta má bæta:
Svo er saga togaranna Elliða og Hafliða að miklu leiti ósögð, þó svo að fyrrverandi skipverjar á togaranum Hafliða hafi gert mikið og gott á þeim vettvangi, samber heimassíðu þeirra:>http://www.si2.is/forsida/
Fréttin hér til hliðar er úr Vísir, en hér neðar eru nokkur lítil dæmi um framhald þeirrar sögu ofl.
Frétt frá Stefáni Friðbjarnarsyni í Morgunblaðinu frá árinu 1964:>
SIGLUFIRÐI, 9. júlí.
HINN nýi skuttogari, SIGLFIRÐINGUR SI 150, kom til Siglufjarðar aðfaranótt mánudags 6. júlí.
Skipið hélt út á veiðar aðfaranótt miðvikudags, en hefur enn ekkert fengið, enda engin veiði verið.
Skipið fór út með síldarnót af fullkomnasta tagi, en siðar er von á Þýsku flottrolli, sem ætlunin er að reyna í sumar.
Skipið er alger nýjung í skipastól Íslendinga. það er 270 tonn, búið öllum fullkomnustu tækjum. Á heimliðinni reyndist það vel; mestur siglingarhraði 12 mílur Skipið er eign Siglfirðings hf. en aðalhluthafar þess eru yfirmenn skipsins, Kaupfélag Siglfirðinga og framkvæmdastjóra félagsins Eyþór Hallsson.
Skipstjóri er Páll Gestsson, stýrimaður Axel Schiöth og 1. vélstjóri Agnar Þór Haraldsson; allt ungir Siglfirskir sjómenn.
Einnig á gamla vefnum okkar:
http://old2.sksiglo.is/gamli/morgunbl-6422.htm (sést betur með Internet Explorer)
Við þetta má bæta:
- Skuttogarinn Siglfirðingur SI 150, var fyrsti Skuttogarinn sem smíðaður er erlendis fyrir Íslendinga.
- Skuttogarinn Dagný SI 70, var fyrsti Skuttogarinn sem keyptur er notaður til Íslands og
- Skuttogarinn Stálvík SI 1, var fyrsti Skuttogarinn sem smíðaður er á Íslandi.
Svo er saga togaranna Elliða og Hafliða að miklu leiti ósögð, þó svo að fyrrverandi skipverjar á togaranum Hafliða hafi gert mikið og gott á þeim vettvangi, samber heimassíðu þeirra:>http://www.si2.is/forsida/
Athugasemdir