Ljósmyndir frá Sigló, 2012

Ljósmyndir frá Sigló, 2012 Sumt er augnakonfekt áhorfandans og annað ekki, eins og gengur. Smekkur manna á fegurð og eða sögu þeirri sem ljósmyndarinn

Fréttir

Ljósmyndir frá Sigló, 2012

Veiðafærin gerð klár
Veiðafærin gerð klár
Sumt er augnakonfekt áhorfandans og annað ekki, eins og gengur. Smekkur manna á fegurð og eða sögu þeirri sem ljósmyndarinn hefur verið að reyna að nálgast, er æði misjafn. 

Margir telja að ljósmyndir eigi að vera „listrænnar“ fallegir skuggar og þessháttar, til að þær nái áhuga fólks og sé einhvers virði !

Svo eru aðrir sem taka ljósmyndir eingöngu í þeim tilgangi að sýna lífið eins og það kemur þeim fyrir sjónir, andlit, fólk við hverskonar athafnir, heimabyggðina og nánasta umhverfi, myndir sem segja sögu viðkomandi tíma, og láta listræn sjónarmið „fjúka norður og niður.“  
Undirritaður er einn af þeim síðarnefndu.

Guðmundur ritstjóri, óskaði eftir því við mig að ég setti eitthvað efni hér inn fyrir sig, á meðan hann væri fjarverandi úr bænum.  
Ég valdi nokkrar ljósmyndir sem ég hefi tekið frá febrúar til mars á árinu 2012.
Ef smellt HÉR er á tengilinn, má nálgast skoðun á nefndum ljósmyndum.
Númer myndanna benda til dagsetninga, og tíma.
Steingrímur

Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst