Panorama
sksiglo.is | Fróðleikur | 16.10.2011 | 06:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 1521 | Athugasemdir ( )
Hvað er panorama spyrja ef til vill einhverjir. Orðið sjálft er gamalt og gróið, oftast er þar átt við ljósmyndir eða kvikmyndir. (td. Cinemascope.)
Myndir sem annað tveggja eru teknar með sérsökum breiðlinsum, og eða tvær eða fleiri ljósmyndir settar saman.
Margir haf glímt við svona lagað. Og margar slíkar myndir má sjá í Fjallabyggð, þar sem fagmenn hafa sett saman tvær eða fleiri ljósmyndir, sem sýna breiðara svið en venjulegar ljósmyndavélar geta tekið.
Þar má nefna myndir bæði í Síldarminjasafninu, svo er ein virkilega flott og stór mynd af Siglufirði, sem sett var upp á Hótel Læk forðum, og er þar sennilega enn í þeim húsakynnum . Þessar samsetningar voru mikið vandaverk, og oftar en ekki aðeins á færi fagmanna.
Nú, með breytingum, frá hinum hefðbundnu filmum og kemískum framköllunum, yfir í nútíma stafrænt form.
Það form sem allir þekkja og er nú í hefðbundnum ljósmyndavélum, meir að segja í flestum farsímum í dag.
Er samsetning ljósmynda, nánast á allra færi með frábærum árangri.
Því veldur sífellt fullkomnari hugbúnaður (og vélbúnaður) til slíkra nota. Jafnvel gamlar ljósmyndir sem ekki voru hugsaðar til samsetninga, geta orðið „fullkomnar“ panoramamyndir.
Margir haf glímt við svona lagað. Og margar slíkar myndir má sjá í Fjallabyggð, þar sem fagmenn hafa sett saman tvær eða fleiri ljósmyndir, sem sýna breiðara svið en venjulegar ljósmyndavélar geta tekið.
Þar má nefna myndir bæði í Síldarminjasafninu, svo er ein virkilega flott og stór mynd af Siglufirði, sem sett var upp á Hótel Læk forðum, og er þar sennilega enn í þeim húsakynnum . Þessar samsetningar voru mikið vandaverk, og oftar en ekki aðeins á færi fagmanna.
Nú, með breytingum, frá hinum hefðbundnu filmum og kemískum framköllunum, yfir í nútíma stafrænt form.
Það form sem allir þekkja og er nú í hefðbundnum ljósmyndavélum, meir að segja í flestum farsímum í dag.
Er samsetning ljósmynda, nánast á allra færi með frábærum árangri.
Því veldur sífellt fullkomnari hugbúnaður (og vélbúnaður) til slíkra nota. Jafnvel gamlar ljósmyndir sem ekki voru hugsaðar til samsetninga, geta orðið „fullkomnar“ panoramamyndir.
Vísir af því sem hægt er að gera, bæði með gamlar ljósmyndir frá filmum, og nútíma stafrænar ljósmyndir, þar sem settar eru saman allt frá tveim myndum, upp að tug mynda. Svona má sjá með því að smella á tengilinn hér> http://gigapan.org/profiles/43887/ og http://www.acdseeonline.com/album/Steingrimur+Kristinsson/135892/thumbnails/
Einnig má finna fleiri athygliverðar myndir frá sama meiði. Með því að skrifa í leitarsvæði vefsins Gigapan, orð eins og siglufjörður, ísland, iceland, og eða fjallabyggð, svo dæmi sé tekið. Þúsundir annarra slíkra, erlendar myndir má sjá á svæði: www.gigapan.org
Ath:. Smá tíma getur tekið að hlaða upp myndum, ef nettenging er hægvirk.
Texti: Aðsent. --- Ljósmynd: (sk)
Ath:. Smá tíma getur tekið að hlaða upp myndum, ef nettenging er hægvirk.
Texti: Aðsent. --- Ljósmynd: (sk)
Athugasemdir