Strompleikur á Sigló
sksiglo.is | Fróðleikur | 05.11.2009 | 07:00 | | Lestrar 1036 | Athugasemdir ( )
Sennilega er óhætt að fullyrða að á Siglufirði hafi risið, staðið og fallið fleiri verksmiðjustrompar en á nokkrum öðrum stað á íslandi.
Hér voru á árunum 1960 að minnsta kosti 15 slíkir sem spúðu bæði svörtum, og gufumettuðum hvítum reyk.
Þegar síldarverksmiðjan Rauðka og Grána vék fyrir Þormóði ramma og fleiru árið 1974, fækkaði strompunum um 5, þar af voru tveir stórir ketilstrompar.
Árið 1961 bættust við tveir nýir strompar á Mjölhús SR þar sem framleidd var ný tegund afurðar síldarinnar, þar sem hráefnið var soðkjarni, afurð sem unninn var úr blóðvatni eða grút sem hér áður fyrr var dælt beint í sjóinn, unnið var sérstaklega próteinríkt mjöl úr soðkjarnanum.
Árið 1975 var hafist handa við niðurrif SRP og þar með fuku 3 strompar, þar á meðal ketilstrompurinn sem var um 32 metrar á hæð.
Um svipað leiti féll annar álíka sem stóð við SR30 verksmiðjuna.
Árið 1979-1980 var stærsti strompurinn sem enn stendur endurnýjaður mikið. Þá voru nokkrir strompar á SR46 endurnýjaðir. Svo urðu straumhvörf árið 1998 þegar SR-MJÖL hf endurbyggði SR46 verksmiðjuna, þá voru þrír strompar rifnir og aðrir þrír reistir í staðin.
Og nú, sem var tilefni þessarar upprifjunar er verið að vinna við að rífa einn af þeim síðarnefndu, þe. ketilstrompinn. Strompurinn er samansettur úr fjórum einingum (boltuðum saman), sem innan í eru þrír „strompar“.
Kranamaðurinn Benedikt Leósson sem oft hefur komið við sögu „strompleikja“ á Siglufirði síðustu árin var nú enn kominn á vettvang með tryllitæki sitt, kranann.
Hann hífaði þá félaga Steingrím Garðarsson Síldarvinnslunni, Þorleif Halldórsson og Sverri Elefsen SR-Vélverkstæði, upp til að losa um samskeytin. Það gekk eins og vonir stóðu til, en erfiðara var að skilja efsta hlutann frá samskeytunum þar sem límið sem einnig var notað til að þétta samskeytin, hélt það vel að átak sem samsvaraði margfalt þunga hlutarins dugði ekki, og varð að nota meitla til að fleyga þá í sundur, og efsti hlutinn þar á eftir hífaður niður.
Smá myndasyrpu í tengslum við „strompleiki“ hjá SR, (SR-MJÖL & SVN)Smá myndasyrpu frá "strompleikjum" á Sigló, má sjá HÉRNA
Hér voru á árunum 1960 að minnsta kosti 15 slíkir sem spúðu bæði svörtum, og gufumettuðum hvítum reyk.
Þegar síldarverksmiðjan Rauðka og Grána vék fyrir Þormóði ramma og fleiru árið 1974, fækkaði strompunum um 5, þar af voru tveir stórir ketilstrompar.
Árið 1961 bættust við tveir nýir strompar á Mjölhús SR þar sem framleidd var ný tegund afurðar síldarinnar, þar sem hráefnið var soðkjarni, afurð sem unninn var úr blóðvatni eða grút sem hér áður fyrr var dælt beint í sjóinn, unnið var sérstaklega próteinríkt mjöl úr soðkjarnanum.
Árið 1975 var hafist handa við niðurrif SRP og þar með fuku 3 strompar, þar á meðal ketilstrompurinn sem var um 32 metrar á hæð.
Um svipað leiti féll annar álíka sem stóð við SR30 verksmiðjuna.
Árið 1979-1980 var stærsti strompurinn sem enn stendur endurnýjaður mikið. Þá voru nokkrir strompar á SR46 endurnýjaðir. Svo urðu straumhvörf árið 1998 þegar SR-MJÖL hf endurbyggði SR46 verksmiðjuna, þá voru þrír strompar rifnir og aðrir þrír reistir í staðin.
Og nú, sem var tilefni þessarar upprifjunar er verið að vinna við að rífa einn af þeim síðarnefndu, þe. ketilstrompinn. Strompurinn er samansettur úr fjórum einingum (boltuðum saman), sem innan í eru þrír „strompar“.
Kranamaðurinn Benedikt Leósson sem oft hefur komið við sögu „strompleikja“ á Siglufirði síðustu árin var nú enn kominn á vettvang með tryllitæki sitt, kranann.
Hann hífaði þá félaga Steingrím Garðarsson Síldarvinnslunni, Þorleif Halldórsson og Sverri Elefsen SR-Vélverkstæði, upp til að losa um samskeytin. Það gekk eins og vonir stóðu til, en erfiðara var að skilja efsta hlutann frá samskeytunum þar sem límið sem einnig var notað til að þétta samskeytin, hélt það vel að átak sem samsvaraði margfalt þunga hlutarins dugði ekki, og varð að nota meitla til að fleyga þá í sundur, og efsti hlutinn þar á eftir hífaður niður.
Smá myndasyrpu í tengslum við „strompleiki“ hjá SR, (SR-MJÖL & SVN)Smá myndasyrpu frá "strompleikjum" á Sigló, má sjá HÉRNA
Athugasemdir