Viðtal við frægustu timburmenn og mest mynduðu listaverk Íslands!

Viðtal við frægustu timburmenn og mest mynduðu listaverk Íslands! Í leiðinni, svona smá kynning á sjálfum mér! Fólk hefur verið að kvarta yfir að ég

Fréttir

Viðtal við frægustu timburmenn og mest mynduðu listaverk Íslands!

Á tali við spítukarla
Á tali við spítukarla

Í leiðinni, svona smá kynning á sjálfum mér!

Fólk hefur verið að kvarta yfir að ég sem arftaki Hrólfs hafi aldrei verið kynntur fyrir lesendum Siglo.is. 

Hrólfur er bara latur sagði einhver, en ég verð að verja félaga minn og segja ykkur frá því að Hrófur klippir ekki bara hár og skegg, hann gerir upp hús líka.

Hús og hús, það má alveg ræða það, kanski meira kofi, hjallur, brakki eða bara spítnabrak.
En hann er allavega mjög upptekin maður, svo ég redda þessu bara sjálfur.

Þessir spítukarlar eru hrein snilld og sköpunarverk Aðalheiðar Sigríðar Eysteinsdóttur.
(Alla Sigga í Alþýðuhúsinu).
þeir eru alltaf að ræða málin og ef maður sest á milli þeirra, er maður bara allt í einu komin í hörku samtal um allt sem er í gangi á "BÆJARLÍNUNNI"

En snúum okkur nú að viðtalinu við þessa frægu kalla.

Blessaðir strákar, ég er að leysa hann Hrólf af, þið vitið hann sem skrifar á Siglo.is má ég ræða aðeins við ykkur?

"Hrólfur, hver er það, segir einn, höfum við hitt hann? Segir annar. En blessaður fáðu þér sæti vinur."

Ég kem hingað á hverju sumri og þið eruð alltaf hér, nema í fyrra sumar.
Hvar voruð þið þá?

"Við vorum sendir inná Akureyri, segir einn og annar kinkar kolli."

Nú, í rannsókn, eruð þið eitthvað slappir?

"Nei, nei, Alla Sigga var með risa sýningu í Listagilinu og við vorum lánaðir þangað." 

Var það ekki leiðinlegt, sitja inni á einhverri sýnigu allt sumarið?

"Nei alls ekki, það var bæði þorrablót og réttarball á þessari sýningingu og svo kom 10.000 mans og spjölluðu við okkur, allra þjóða kvikindi, sagði annar og hló við"


Hljómsveitin Hjálmar leikur fyrir dansi á þorrablótinu hjá Öllu Siggu, Stína getur ekki stillt sig og dansar villt!

En hvað heitir þú vinur? Spyr einn og annar bætir við....... Og hverra manna ertu karlinn?

Ég heiti Jón Ólafur Björgvinsson,, fæddur 1962 hér á Sigló, oftast kallaður Nonni Björgvins.

Þú ert sem sagt Hrímnisdrengurinn, spyr annar ?

Nei, nei, faðir minn Björgvin Jónsson var stundum kallaður Hrímnisdrengurinn af því að afi minn var Jón Ólafur Sigurðsson í Hrímni og amma mín í föðurætt var Unnur Möller, (Nunna)

Móðir mín heitir Halldóra Ragna Péturssdóttir, dóttir Péturs Bald og Mundínu Sigurðardóttur.

"Já, já meinar þú  Mundínu frá Vatnsenda í Héðinsfirði, Já, sóma fólk allt saman, segir einn og annar kinkar kolli."

"Býrð þú hér í bænum? Spyr einn."

Nei, ég hef búið í Svíþjóð í 24 ár, en ég er alltaf með heimþrá.

"Heimþrá er erfiður kvilli að hrjást af og bara til ein bót á því ástandi, segir annar."

Hver er sú bót, spyr ég ákafur?

"Maður flytur einfaldlega heim, sagði einn og annar kinkar ákaft kolli."

Takk strákar, gaman að spjalla við ykkur, sjáumst fljótlega.

"Já örugglega. Við erum ekki að fara neitt, sögðu báðir í kór. Og skilaðu kveðju till mömmu Öllu Siggu ef þú sérð hana."

Myndir: Kristín Sigurjóns og NB
Myndvinnsla og texti: NB 


Athugasemdir

02.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst