4 frambjóðendur stjórnalagaþings á Allanum
Við erum fjögur frá Akureyri og köllum okkur raddir landsbyggðarinna og erum í framboði til stjórnlagaþings. Við ætlum ekki að eyða háum fjárhæðum í framboð okkur þess vegna ætlum við að ferðast saman og kynna okkur og væntanlegar kosningar til stjórnlagaþings. Við verðum á Allanum Siglufirði fimmtudaginn 11. nóvember klukkan 17:00 og á hótelinu á Ólafsfirði kl. 20:00. Þetta er létt spjall yfir kaffibolla. Við erum að reyna að vekja áhuga áhuga hjá landsbyggðinni því að stærstur hluti þeirra 522 sem í framboði eru eru frá höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er að landsbyggðin eigi sína fulltrúa þar.
Með bestu kveju
Sigurvin Jónsson
Húni Hallsson
Íris Egilsdóttir
Auður Jónasdóttir
Athugasemdir