Borgarafundur á Allanum - skert heilbrigðisþjónusta í Fjallabyggð
Borgarafundur um fyrirhugaðan niðurskurð fjárveitinga til Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar verður haldinn miðvikudaginn 13. október kl. 21:00 á Allanum, Siglufirði.
Bæjarstjórn Fjallabyggð boðar til borgarafundar næstkomandi miðvikudagskvöld.
Umræðuefnið er niðurskurður fjárveitinga og fyrirhugaðar breytingar á þjónustu við bæjarbúa.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar skorar á alþingismenn að koma til fundarins og ræða málin milliliðalaust við bæjarbúa.
Dagskrá fundar.
1. Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson setur fundinn og stýrir umræðu
2. Konráð Karl Baldvinsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar verður með framsögu
3. Formaður bæjarráðs, Ólafur Marteinsson fer yfir bókun bæjarstjórnar
4. Þingmenn ræða málin milliliðalaust við bæjarbúa
5. Fyrirspurnir
6. Niðurstaða – áskorun fundarins
f.h. bæjarfulltrúa Fjallabyggðar.
Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Fjallabyggðar.
Athugasemdir