Borgardætur - um nætur
Borgardæturnar, Andrea Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Berglind Björk Jónasdóttir ætla að vera á Rauðku Laugardaginn 19. oktober og flytja Siglfirðingum og nærsveitarmönnum skemmtidagskrá sem enginn má láta fram hjá sér fara.. Þær fagna 20 ára afmæli í ár .
Með dætrunum leikur að venju Eyþór Gunnarsson á píanó en hann hefur verið útsetjari og meðlimur frá upphafi.
Á efnisskrá eru lög úr ýmsum áttum frá 20 ára ferli, gamanmál og almenn skemmtilegheit. Ekki láta þig vanta!
Miðaverð 2.900kr
Aldurstakmark 20 ár
Húsið opnað klukkan 21:30
Athugasemdir