Tónleikar - Þór Breiðfjörð
Þór Breiðfjörð kemur norður með þessa stórskemmtilegu dagskrá, leikur á alsoddi á meðan Kjartan Valdemarsson leikur á
píanó. Og á alsoddi. Nánar hér:
Þór Breiðfjörð sneri aftur til Íslands með hvelli eftir farsælan feril erlendis á annan áratug. Ríflega tíundi hver
íslendingur sá hann á sviði sem Jean Valjean í söngleiknum Vesalingunum og margir karlmenn eru enn fúlir yfir að hann grætti þá
fyrir framan eiginkonurnar í lokaatriðinu. Þór var kjörinn söngvari ársins á Grímunni 2012 og á eftir fylgdu hverjir
stórtónleikarnir á fætur öðrum. Hann vermdi Eldborgarsal Hörpu í sérstakri tónleikauppfærslu af Vesalingunum, söng með
Frostrósum fyrir jólin og Vestmannaeyjalögin í „Yndislega eyjan mín“ í Hörpu en ný útgáfa af lagi Gylfa Ægissonar
„Minning um mann“, í flutningi Þórs, Stefáns Hilmarssonar, Eyþórs Inga og Magna, var margar vikur á vinsældalista Rásar 2.
Glögg eyru tóku eftir að hann söng Glenn Miller í Eldborg síðastliðið sumar en landsmenn fengu síðan að heyra þá
tónleika í fullri lengd í útvarpinu á gamlárskvöld.
Nú gefst Íslendingum tækfæri til að setjast niður með söngvaranum í nálægð, heyra bestu lögin úr mörgu
því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur og heyra sögur af ferli sem enginn hefði getað ímyndað sér með þennan dreng utan af landi
sem gekk með draum um að syngja úti í hinum stóra heimi.
Rödd Þórs hefur ótrúlega breidd, mátt og tilfinningu og lætur engan ósnortinn. Þór er fyrst og fremst sviðsmaður og
nýtur þess að spjalla við áhorfendur og deila lögum sem hann hefur dálæti á.
Með Þór á sviðinu verður píanóleikarinn og útsetjarinn landskunni, Kjartan Valdemarsson.
Athugasemdir