Jónsmessumót í strandblaki
Föstudaginn 21.júní fer fram Jónsmessumót í strandblaki á Siglufirði. Stefnt er að því að byrja mótið kl 22:00 en ef þáttaka er mikil þá verður það eftirvill eitthvað fyrr.
Tveir og tveir munu spila saman í liði og verður dregið í lið fyrir mótið. Hvert lið mun fá a.m.k. 4 leiki. Stefnt er að því að hafa einn karlariðill en fjöldi kvennariðla ræðst af þátttökunni.
Keppnisfyrirkomulag mun ráðast af þátttökunni en það verður annað hvort spiluð ein hrina upp í 21 eða tímamörk á hvern leik (t.d. 10 mínútur). Keppnisgjald er 1.000.- pr keppanda sem greiðist á mótsstað. Keppendur geta skráð sig með því að senda mail á oskar@mtr.is fyrir kl 15:00 á föstudaginn. Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Önnu Maríu í síma 699-8817.
Nú er um að gera að skella sér í smá strandblak í blíðunni á Sigló og njóta miðnætursólarinnar í góðra vina hóp.
Athugasemdir