Kastnámskeið í Íþróttamiðstöðinni í Siglufirði
sksiglo.is | Viðburðir | 22.05.2011 | 10:00 | Siglosport | Lestrar 186 | Athugasemdir ( )
Stangveiðifélag Siglufirðinga í samvinnu við Vesturröst mun standa fyrir kastnámskeið í fluguveiði sem verður haldið í Íþróttamiðstöðinni í Siglufirði laugardaginn 21. maí kl. 13:30 og aftur á sunnudeginum 22. maí kl. 10:00, tveir tímar í senn. Námskeiðið mun kosta 5.000 kr. fyrir báða dagana, Ingólfur og félagar í Vesturröst verða kennarar á námskeiðinu. Innanhús er kennt á einhendu og ef veður leyfir verður kennt á tvíhendu utanhúss. Skráningin fer þannig fram að þú sendir tölvupóst á gunnlaugursg@simnet.is.
Vesturröst mun verða með vörukynningu í húsakynnum Bláhúsins við hliðina á Hannes Boy Cafe milli kl.16:00- 18:00 á laugardeginum. Farið yfir allt það helsta tengt fluguveiði, línur, tauma og hnúta. Auk þess verður sýnt það nýjasta í stöngum, línum, hjólum, töskum, jökkum, vöðlum, áhöldum, taumum og fl. Að auki mun Vesturröst kynna strandveiði og þann búnað sem til þarf. Fjöldi sýningartilboða verða í boði auk þess sem félagsmenn í Stangaveiðifélagi Siglufjarðar fá 15-20 afslátt af öllum öðrum vörum.
Verið velkomin og kynnið ykkur málið, sjón er sögu ríkari.
Stangveiðifélag Siglfirðinga
Vesturröst mun verða með vörukynningu í húsakynnum Bláhúsins við hliðina á Hannes Boy Cafe milli kl.16:00- 18:00 á laugardeginum. Farið yfir allt það helsta tengt fluguveiði, línur, tauma og hnúta. Auk þess verður sýnt það nýjasta í stöngum, línum, hjólum, töskum, jökkum, vöðlum, áhöldum, taumum og fl. Að auki mun Vesturröst kynna strandveiði og þann búnað sem til þarf. Fjöldi sýningartilboða verða í boði auk þess sem félagsmenn í Stangaveiðifélagi Siglufjarðar fá 15-20 afslátt af öllum öðrum vörum.
Verið velkomin og kynnið ykkur málið, sjón er sögu ríkari.
Stangveiðifélag Siglfirðinga
Athugasemdir